Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Side 7

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Side 7
13 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 14 skuli krónuna eða ®|®. Þar sem vjer nú höfum krónuna en útlendingar ætti hver sannur Kaplskvlingur að láta það vera metnaðarmál sitt að skara eld að Kaplaskjólskökunni og láta stýfinguna koma niður á hinum. Líii maður á fjárhagshlið málsins, blasir ekki annað við en einsýnn gróði. ]eg vil segja stórgróði. Allar sparisjóðsbækur Kaplskýlinga myndu stórhækka í verði og verða á end- anum með öllu ófáanlegar. Rúgtunnan sem nú kostar 2 ® myndi þá kosta 2 H, en hvað gerir það til þegar að meira en helmings verðmunur er orð- inn á ®inu. Sem dæmi upp á þjenustuna má nefna það, að útflutningsprís á grá- sleppuhundraði er kr. 22 eða sem svarar einni rúgtunnu, eða einu ®i með núver- andi gengi, en með þessu fyrirkomulagi myndu fást tvær rúgtunnur fyrir grásleppu- hundraðið. Scm yrði niðurstaðan með landbúnaðarafurðir allar. Allar erlendar vörur svo sem trollarar myndu falla um helming í verði og blóma- öld rísa upp, af rústum dýrtíðarinnar. Lággengisöld ]óns Þorlákssonar myndi rætast við þetta hágengi á okkar pening- um. Allar fasteignir í landinu myndu meira en tvöfaldast í verði og mun það auka lánstraust landsins ómetanlega út á við. Fjármálaráðherra mun vera mjer fyllilega sammála um að svona beri einmitt að leika á útlendinginn, að lækka hans mynt um helming, eftir að hafa slegið hann um þessar miljónir. ]eg og géngisnefndin höfum hjer fundið samleið fyrir alla þá sem vilja stýfa, og hina sem vilja hækka, því þetta frumvarp hækkar krónuna og stýfir um leið. Samþ. Frv. t. I. um friðun refa. Fl.m. 2. þm. Ks.: Eins og þing- mönuum er kunnugt liggur frammi í Iestr- arsal þingsins frá öllum þingmálafundum landsins áskorun um að friða refi alla og veita ríflegan styrk til nýbýla fyrir refa- ræktun, rekna með reykvísku fyrirkomulagi. ]eg og allur minn flokkur erum þess fullvissir orðnir að sauðkindin getur ekki lengur verið uppistaða ísl. búskapar, og þarf því eitthvað að breyta til, svo við ekki drögumst aftur úr öðrum menningar- þjóðum. Frændur vorir Norðmenn eru svo langt komnir í refarækt, að til orða hefir komið að þeir sluffi allri annari útgerð, þar á meðal síldveiði og laxaklaki, og gefi sig eingöngu að refaræktinni. Nú er hár tollur á ull í Ameríku, þótt stjórninni hafi tekist að lækka hann að nokkru, og tollur á kjöti í Noregi sem er alltilfinnanlegur fyrir oss sveitabændur, á meðan að kæliskipið hefir ekki grætt svo mikið, að öðru verði viðbætt. Til samanburðar við refaræktina skal jeg tilfæra hvað hvort um sig leggur sig á blóðvelli. Sauðkindin: Sviðin kr. 1.50 Innvols — 2.00 Görnin — 1.00 Mör eftir fitumagni Kroppurinn eftir þyngd og svo gæran eftir sameiginlegum kaup- taxta Garðars Gíslasonar og S. I. S. Eins og menn sjá, er útkoman ekki glæsileg. Og sje það tekið með í reikn- inginn, að því þyngri sem kroppurinn er, þess hærri verður kjöttollurinn, svo við sleppum betur við tollinn þess rýrara sem fjeð er, en mestur sparnaðurinn í tolli til Normanna yrði þó sá, að ekkert kjöt væri útflutt —. Refurinn á hinn bóginn gefur af sjer

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.