17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 2

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 2
2 17. JUNI á þriðja ári, en yngsta barnið ársgamalt. Þegar Margrjet misti mann sinn flutti hún með börn sín til Akureyrar, í hús sem hún átti þar, en fór skömmu seinna að búa á parti af jörðinni Eyrarland* sem liggur skammt fyrir ofan Akur- eyrarbæ; ólst Jakob þar upp og syst- kini hans. A veturna hjelt cand. theol. Jóhannes Halldórsson barnaskóla á þeim árum á Akureyri, og gekk Jakob á skólann fram að fermingaraldri en þegar hann stækkaði fjekst hann við fiskveiðar og heyskap á sumrin. Veturinn 1873— 74var Jakob aðstoðarkennari við barna- skólann á Akureyri, en um vorið 1874 fór hann austur á Seyðisfjörð, til Sig- urðar Jónssonar Gauta, sem þá var verslunarstjóri við verslun Gránufjelags- ins, sem þá byrjaði þar. Var Jakob þar, þangað til haustið 1879 að hann sigldi til Kaupmannahafnar, og var á skrifstofu hjá Tryggva Gunnarssyni þann vetur og næsta vetur þar á eftir, en á sumrin hjá Sigurði Jónssyni. Sumarið 1882 var hann á AKureyri með Tr. Gunnarssyni en sigldi með honum um haustið. Vorið 1883 varð Jakob verslunarstjóri við verslun Gránu- fjelagsins á Raufarhöfn, og giftist þá um haustið danskri konu. Þau bjuggu á Raufarhöfn í 10 ár og eignuðust fimm börn. Auk verslunarstaríanna stund- aði Jakob einnig nokkuð fiskiveiðar; og hann var flest árin hreppsnefndar- oddviti í Presthólahreppi, safnaðarfull- trúi og sýslunefndarmaður, og síðustu árin amtsráðsmaður í Austuramtinu. * Um, eða fyrir 1880 varð hún íorstöðukona spítalans á Akureyri og dó þar, komin um sjötugt. Árið 1893 lagði Gránufjelagið niður verslunina á Raufarhöfn, sigldi Jakob þá með fjölskyldu sína til Kaupmanna- hafnar og var á skrifstofu Gránufjelags- ins um veturinn. Skömmu seinna byrj- aði hann að versla sem umboðsmaður fyrir íslenska kaupmenn, og leysti borgarabrjef sem stórkaupmaður, vorið 1896. Fyrir þann tíma voru aðeins fáar alinnlendar verslanir á íslandi. Flestar verslanirnar voru eign danskra kaup- manna, sem voru búsettir í Danmörku, en höfðu verslunarstjóra til að reka verslunina á íslandi og voru sjálfir aðeins lítinn tima úr sumrinu þar. Um og eftir 1890, fór mikil breyting að kcmast á þetta. Ekki einasta fjölgaði kaupfjelögum mjög, heldur fóru margir innlendir menn að reka verslun og þeim fjölgaði óðum, eftir því sem gufuskipaferðirnar fóru i vöxt. Sumar af verslunum þessum urðu þó skammærar. Margir byrjuðu að versla, án þess að hafa nokkurn verulegan höfuðstól, og vantaði oft reynslu og þekking á versl- un, en höfðu að keppa við eldri verslanir, sem höfðu hvorttveggja, og var ekki að búast við að það færi vel, enda fjellu margir í valinn, eftir styttri eða lengri tíma. En svo voru aðrir sem reyndust duglegir, áreiðanlegir og ráðdeildarsamir, gátu staðið í skilum og smátt og smátt með iðni og spar- semi eflt verslunina, og orðið sjálf- stæðir menn. Þegar Jakob byrjaði verslun sína, var við ýmsa erfiðlelka að stríða. Viðskiftamenn gat hann að vísu fengið, en það var ekki gagn að þeim við- skiptamönnum, sem ekki-gátu staðið

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.