17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 6

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 6
6 17. JUNÍ Söngfjelag danskra stúdenta. Studenter-Sangtorening, sem nú fer til íslands í fyrsta sinn, er enginn hvítvoðungur, nýkomin úr reifum, heldur fullþroskað og hefir fyrir löngu unnið sjer álit og hylli — er brautryðjandinn á sviði sönglistarinnar í Danmörku. — bað er stofnað 5. júli 1839 og hefir síðan ávalt verið skipað eingöngu stú- dentum, eins ogþegarvar tekið ákveðið í boðsbrjefi til stofnfundar fjelags- ins. „Starfsemi þess á sjerstaklega að vera í því fólgin, að syngja danska fjórraddaða söngva" o. s. frv. Þetta er ennþá einn aðaltilgangur fje- lagsins, þótt það bindi sig ekki lengur einungis við danska söngva og vitan- lega þá heldur ekki aðeins við fjór- raddaða söngva, heldur líka einsöng og tvísöng. — Margir af stjórnendum og söngstjór- um fjelagsins hafa verið, og eru enn, úr hóp þektustu tónskálda Dana. Má þannig nefna I. P. Hartmann (söng- stjóri frá 1843—1868). Hann er talinn hinn 6. í röðinni sem stjórnandi fjelagsins, en mun hafa verið hinn fyrsti eiginlegi söngstjóri þess, enda er hann sá af stjórnendunum, sem átti drýgstan þátt í þroska og vexti fjelags- ins, og má svo að orði kveða, að hann svífi yfir því ennþá. Söngstjóri næstur eftir Hartmann varð C. J. Hansen; raunar kemur hann við sögu fjeiagsins á dögum Hartmanns, er þá nefndur söngkennari; hann er líka sá einasti sem verið hefir í þessum fjelagsskap, og ekki var stúdent. Næst á eftir lionum tók P. Heise við stýristaumunum (1854—1858) og svo kemur hvert tónskáldið á fætur öðru við sögu fjelagsins, ýmist sem formenn eða söngstjórar, lengi framan af hvort- tveggja; má nefna þá: P. J. Lange- Muller, Otto Malling, N. W. Gade o. fl. Aðeins einn af söngstjór- um íjelagsins, S. Levysohn var ekki tónskáld; hinir hafa allir verið það, alt fram til þessa. Núverandi söngstjóri fjelagsins er hr. Roger Henrichsen, cand. jur., tónskáld. Hann hefir nú verið söng- stjóri þess í 9 ár. Hr. Roger Henrich- sen hefir mikinn áhuga fyrir íslandi, unnir mjög fornum bókmentun íslands og fylgist með í ísl. hljómlist. Form. fjelagsins er hr. O. K. Abraham- sen, umsjónarm. — Ferð þessi til íslands er ekki fyrsta utanferð fjelagsins; þegar 1843, fjórum árum eftir stofnun þess, fór það til Uppsala og söng þar, og síðan aftur 1856. Síðan hefir fjelagið farið víða um Norðurlönd; auk þess hefir það ferðast þvera og endilanga Danmörku og sungið. Fjelagið syngur við flest hátíðahöld háskólans, svo sem árshátíð hans og „Imatrikulations“-hátíðina. Konungs- hjónin eru heiðursfjelagar og konung- urinn verndari fjelagsins. — Hjer hefir lauslega verið drepið á helstu söguatriði fjelagsins. Það er hvorki tíma eða rúm til þess hjer, að segja nánar sögu þess. Söng- skrá sú sem það fer með til íslands, er mikil, bæði að vöxtum og gæðum.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.