17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 14

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 14
14 17. JUNÍ vandasamt, að rita bækur handa alþýðu; sá er það vill gera svo vel sje, verður að gæta margs í senn. Hann verður að velja skynsamlega úr efni því er fyrir liggur og gera glöggan mun meiri og minni atriða. Hann verður að segja alt þannig, að alþýða skilji, og helst svo, að skemtilegt sje að lesa, en forðast þó allar óþarfar orðalengingar. Síðast en ekki síst verður hann að vera áreiðanlegur, gefa lesendunum glögga og rjetta hugmynd um það er hann lýsir. Próf. Valtýr fullnægir öllum þessum kröfum, svo vel að snild er á. í þessari litlu bók, — hun er 176 bls. fyrir utan registrið — skýrir hann frá öllum höfuðatriðum hins umfangsmikla efnis, er bókin fjallar um, en þó er framsetningin svo ljós og ljett, að hver danskur alþýðumaður getur haft bókarinnar full not, þótt hann viti áður ekkert um ísland. Sumir kaflar i bók- inni gætu verið skemtilestur. Höfundi hefur líka tekist mæta vel að velja úr efni sínu. Að vísu sýnist aldrei öllum sama um alt, hvað eigi að taka og hverju að sleppa, þegar umfangsmikið efni er dregið saman í litla bók, en mjer finst, að Valtý Guðmundssyni hafi tekist valið svo vel, að ekki verði að fundið um neitt verulegt. Að eins mundi jeg hafa óskað þess, að höf. hefði minst á það los, er vafalaust hefur komið á ættaböndin, þá er for- feður vorir settust að á íslandi. Margt af því, er um ræðir í bók höfundar, hefur verið og er deiluatriði meðal lærðra manna. Það er svo margt í sögu íslands á þjóðveldistímanum, sem deilt er um, að hjá slíku verður ekki komist. Alveg ný er kenning höf. um „Njálslögin“, en of snemt er að dæma um hana, fyr en höf. hefur birt gögn sín, eins og hann kveðst ætla að gera. Annars er hjer kvorki staður nje tækifæri til þess að rökræða vísindaleg deiluatriði. Ekki kann jeg við það, er höf. kallar goðana embættismenn. Staða þeirra var alt annars eðlis en embætti. Yrði bókin þýdd á íslensku, vildi jeg kalla goðana valdsmenn en ekki embætt- ismenn. — Of mikið finst mjer höf. leggja upp úr sögunum um það, að skip hafi verið smíðuð úr íslenskuin við, þótt jeg neiti því ekki, að slíkt hafi getað ált sjer stað. Eins og jeg hef drepið á, munu skoðanir lærðra manna skiftar um sumt í bók próf. Valtýs. En vart mun nokkar sæmilega sanngjarn maður neita því, að hjer er um ágæta fræðibók að ræða. Þar er meiri fræðslu að fá um þjóðlíf og menningu Forn-íslendinga, en í nokkurri annari bók við alþýðu hæfi; þetta er líka það svið af vísinda- grein höf. er hann hefur sjerstaklega fengist við. Einkum tekur höf. vel fram það, sem sjerkennilegt er um íslend- inga, menningu þeirra og þjóðskipulag. Jeg er honum þakklátur fyrir það, er hann segir um stjettamun í fornöld; höf. sýnir ljóslega, að allar kenningar um mikinn stjettamun meðal frjálsra manna í fornöld vorri, eru villa ein. Gott væri ef höf. sæi sjer fært að þýða bókina á íslensku; alþýðubókmentum vorum mundi vera fengur í henni. En einkanlega þyrfti að þýða bókina á ensku eða þýsku, handa þeim

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.