17. júní - 01.06.1926, Page 9

17. júní - 01.06.1926, Page 9
17. JUNf 89 Island og Islendingar erlendis. ódinn, hið nýja strandvarnarskip íslenska ríkisins, sem bygt er á Flyde- dokken hjer í Ilöfn, á að vera full- gert um miðjan mánuðinn. Skipstjóri á því verður Jóhann Jónsson, sá er áður var skipstjóri á Þór, en vjela- meistari verður Þorsteinn Loftsson, er lengi var á Gullfoss. Margir íslendingar eru hjer á ferð að vanda, meðal þeirra eru læknarnir Steingrímur Matthíasson, hjeraðs- læknir á Akureyri og Matthías Einarsson, læknir í Reykjavík, höfðu þeir verið á læknafundi í Róm. Glímumenn, 14 að tölu komu hingað á Gullfoss síðast. Ferðast þeir um hjer í landi þennan mánuð og sýna ísl. glímuna. Hefir verið vel við þeim tekið í blöðunum. Hannes Þorsteinsson, skjalavörður er hjer á ferð, í þeim erindum, að taka við skjölum þeim, er hjer hafa verið í söfnum, en nú eiga að fara til íslands. S túdcntafj elagið íslenska hjelt sumarfagnað hjer laugardaginn fyrsta í sumri. Hjelt Gunnar Gunnars- son, rithöfundur, þar erindi í tilefni komu sumarsins, prófessor Sv. Svein- björnsson og Haraldur Sigurðsson ljeku nokkur lög og síðan var dansað ' fram á morgun. Kæluskip, hið fyrsta í sinni röð, lætur Eimskipafjelagið nú byggja hjer á Flydedokken. Mun því eiga að vera lokið í haust. Tryggvi Sveinbjörnsson, sendiráðs- ritari, hefir í Nordisk Tidsskrift ritað grein um framfarir og stjórn- mál á íslandi frá 1918—1925, mjög fróðlega grein. Allar líkur eru til þess, að heiman- sendur sendiherra verði sendur hingað aftur í haust, og þá talið líklegt, að valið lendi á hr. Sveini Björnssyni aftur, enda naumast hægt að fá betri mann í þá stöðu. Haraldur Bjömsson, sem stundað hefir nám við konunglega leikhúsið, er af Adam Poulsen ráðinn til að leika við útileikhús hans í Ulvedalen í sumar. Eggert Stefánsson og Siguröur Birkis, söngmenn, hafa verið á ferð hjer undanfarið. Sveinn Björnsson, fyrv. sendiherra, er staddur hjer í bænum. Próf. Sv. Sveinbjömsson, sem dval- ið hefir hjer undanfarið, er sístarf- andi, enda þótt að heilsa hans sje ekki eins góð og æskilegt væri. Hann hefir í vetur unnið mikið að tónsmíð- um, meðal annars samið Hátíðapolo- naise, fyrst sem Pianoforte Duetto fyrir fjórar hendur, sem quintett fyrir Pianoforte Violino pmo, Violino

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.