Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 25

Morgunn - 01.07.1974, Page 25
DULARFULI. FYRIRBRIGÐI í FORNRITUM VORUM 23 að, hvernig ástatt er um Gretti Ásmundarson. Hann er af ágætismönnum og höfðingjum kominn í báðar ættir. Hann er með afbrigðum vel að sér ger bæði til sálar og likama. Hann er einhver mestur íþróttamaður, sem sögur fara af á þessu landi. Vitsmunirnir og andríkið stendur naumast neitt að baki atgjörvi líkamans. Þrátt fyrir mikla þverbresti í skapgerðinni er hann vafalaust innst inni drengskaparmaður. Og hann er einhver mestur ógæfumaður landsins. Þessum glæsilega kappa er byggt út úr samneyti við aðra menn. Um tuttugu ár reksl harm um fjöll og firnindi, lifir við skort og hugarkvöl, útskúf- aður, hataður og fyrirlitinn. Ég veit ekki, hvar finna á öllu átakanlegra harmsöguefni. Höfundur Grettissögu er skáld, mikið skáld. Hann leitar að dýpstu rökum þessa undarlega óláns. Honum finnst engin venjuleg atvik þessa heims full- nægja sem rök fyrir slíku ofru’magni ógæfunnar. Ekkert full- nægir annað en á'hrif frá öðrum heimi, áhrif frá makt myrkr- anna. Álög Gláms á Gretti eru þungamiðjan í Grettissögu. Ég held, að þau séu skáldskapur, merkilegur og djúpsettur skáld- skapur. Með þessum fyrirvara sé ég enga sérstaka ástæðu til þess að hafna frásögninni um Glám. Auðvitað verður ekkert um hana fullyrt. Sannanirnar vantar. En eftir reynslu nútíðarmanna hefði hún að mestu leyti getað gerzt. Það er auðvitað óvenju- lega mikill máttur í fyrirbrigðinu. En ég hef sjálfur, ásamt karlmanni, sem var sterkari en ég, togazt á við afl, sem ekki var skiljanlega af þessum heimi, alveg eins og Grettir togað- ist á um röggvarfeldinn. Við sáum auðvitað ekkert, en Grettir sá Glám, þegar hann togaðist á við hann. 1 raun og veru er það ekki annað en stigmunur. Glámur hefur þeim mun meiri sálrænum krafti yfir að ráða en veran, sem við toguðumst á við, að hann getur gert sig sýnilegan. Og ekki er óhugsandi, að í því andlega loftslagi, sem til var að dreifa hjá forfeðrum vorum á söguöldinni, með öllum þeim haturs- og hefndarhug, sem þá þróaðist með mönnum, og þeim manndrápum, sem þá voru svo tíð, hafi eflzt skilyrði fyrir hrottaleg fyrirbrigði, skil- yrði, sem á þessum tímum séu ekki jafn mikik Fyrir því er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.