Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Síða 39

Morgunn - 01.07.1974, Síða 39
ÍSLAND VAR ÓSKALANDIÐ 37 Bréf hans, sem ég minntist á hér að framan var dagsett í Lundúnum þ. 4. maí 1921, og stilað til vinar höfundar, hr. Ás- geirs Sigurðssonar, aðairæðismanns Breta í Reykjavik, ágætis- manns, sem fullorðnir Reykvikingar muna vel fyrir mann- kosti. Ég er svo heppinn, að sonur Ásgeirs ræðismanns, vinur minn Haraldur leikari Sigurðsson, hefur veitt mér leyfi til þess að birta úr þessu bréfi það sem ég vil. Höfundur bréfsins er enskur menntamaður, Michael Eyre. og hér kemur þá hin ævintýralega ættarsaga Michaels frá Eyri. Hann kemst svo að orði: Ég er kominn af íslenzkri hefðarkonu, sem sjóræningjar frá Algeirsborg rændu á íslandi og höfðu brott með sér í lok 17. aldar. Saga sú, sem varðveizt hefur í ætt minni er á þá leið, að brezkur liðsforingi hafi bjargað stúlku þessari, þegar hún hafði verið 19 ár i ánauð, kvongast henni og átt við henni einn son barna. Skömmu eftir að drengnrinn fæddist dó faðir hans og 61 hún þá sjálf son sinn upp í Englandi. Þegar hann var orðinn fulltíða maður og hún fann dauðann nálgast, bað hún hann að flytja jarðneskar leyfar sínar heim til Xslands og jarða þær i kirkjugarði æskustöðvanna. Hann hét að uppfylla ósk hennar. En mörg ár liðu áður en hann gæti efnt loforð sitt. Hann dvaldist nokkurn tíma á Islandi og skrifaði þá íslenzka sögu, eða öllu heldur rímur, sem hann kallaði ÞórunnarljöS, því Þórunn var nafn móður hans. Ljóðum þessum skipti hann í þrjá kafla. Fjallar fyrsti kaflinn um rán stúlkunnar; annar um ánauð hennar í Alsír og lausn úr þrældómi fyrir atbeina mannsins, sem síðar kvæntist henni, og þriðji kaflinn fjallar svo um andlát hennar og löngun til að hvila í kirkjugarðinum heima á Islandi. Þar segir og frá því, hvernig sonur hennar uppfyllti ósk hennar og efndi loforð sitt mörgum árum síðar. Þessi ættrækni sonur hvarf svo heim til Englands og kvænt- ist þar, og slitnuðu þá öll tengsl ættar minnar við Island. Um 1745, skömmu eftir að Stuartarnir gerðu síðustu tilraun- ina til þess að komast aftur til valda í Stóra-Bretlandi, gerði sonur hans, Thorstcn, að nafni, enska þýðingu í lausu máli á rímmn þessum og kallaði Fögru stúlkuna frá Eyri (Eyre).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.