Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 73

Morgunn - 01.07.1974, Page 73
AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR 71 1900—1902, en lauk síðan kennaraprófi frá Flensborgarskóla 1905. Námsferðir fór hún til Noregs 1910 og til Englands 1921. Hún stundaði kennslu bæði í Eyjafirði og Hafnarfirði og var kennari við barnaskóla Akureyrar 1908—1918, er hún giftist. Hún var formaður skólanefndar barnaskólanna í Reykjavík 1930—1937, Laugamesskóla 1938—42 og 1946—50. Þá var hún formaður milliþinganefndar er samdi lög um barnavernd 1930 og ferðaðist þá um Norðurlönd til að kynna sér þessi mál. Einnig var hún í milliþinganefnd er samdi fræðslulög á árunum 1943—48. Varabæjarfulltrúi í Reykjavík 1930—38. Hún starfaði mjög að málefnum kvenna og barna, meðal ann- ars i barnaverndarnefnd, og flutti fjölda erinda í útvarp um uppeldismál, áfengismál og spiritisma, guðspeki og fleira. Stóð framarlega í félagsskapnum Stjarnan í austri og þýddi ýmis- legt eftir Krisnamurti. Ritgerðir eru eftir hana í Morgni, Ganglera og víðar. Auk þess þýddi hún ýmsar bækur (sjá Kennaratal). Eins og af þessu ágripi má sjá, hefur frú Aðalbjörg ekki að- eins haft víðtækan áhuga fyrir þjóðfélagsmálum og verið á- hrifakona á þvi sviði, heldur var hefur hún einnig starfað ó- venju mikið að andlegum efnum. Hún var manni sínum dýr- mætur félagi þau fáu ár sem hann átti eftir ólifuð, eftir að þau giftust. Kemur það fram i dagbókum hans, hversu mikils hann mat hjálp hennar og samfylgd. Tvö voru börn þeirra: 1. Jónas Halldór Haralz, f. 6. október 1919, bankastjóri. Kona: Guðrún Erna Þorgeirsdóttir frá Húsavík. 2. Bergljót Sigriður, f. 20. sept. 1922, kona Bjarna J. Rafnar, læknis á Akureyri. Þessi gáfaða eljukona frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, kvaddi þennan heim snemma á þessu ári. Allir þeir, sem skilja þýð- lngu spiritismans, munu minnast hennar með virðingu og þakklæti fyrir mikilvægt starf hennar í hans þágu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.