Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 85

Morgunn - 01.07.1974, Page 85
VIGSLA dauðans 83 ast fyrst og fremst — með öllum vopnum heilbrigðrar skyn- semi og visinda nútímans, og vissulega ættu klerkar og kenni- menn að standa fyrir þeirri sókn, ef þeir skildu hlutverk sitt. Því að nútímamenn láta sér yfirleitt ekki nægja, að þeim séu sagðar margra alda gamlar upprisusögur, þótt þær geti verið góðar í sjálfum sér. Þeir heimta sannanir fyrir slikum sögum. Það eru vísindin, sem verða að bera sáttarorð á milli dauðans og mannanna. Því að það þarf að sætta oss við þann mikla Vígjanda, ekki til þess að taka frá oss alla erfiðleika og sorgir, heldur til þess að vér vöxum fremur frá hinni andlegu bernsku, er heldur sér dauðahaldi í blekkingar þessa heims og kann ekki skil á veruleika og táli. — Ef það tekst, þá mun birta yfir öllu voru lífi og dauðastund vor verða sönn upprisuhátíð, því að þegar vér sættumst við lögmál dauðans, þá munum vér sættast við önnur lögmál til- verunnar um leið — sættast við Guð! — Ef til vill er eina fullnœgjandi lausnin á vandamáli mannsins fólgin í því aS uppgötva ótœmandi orkulindir innra sjálfsins. Ekki er neinn greiSvegur aS lindum þess- um, en að þeim má þó komast. Náist þa'8 mark, kann maSurinn dS geta staSizt stormviSri lífsins meS innri ró- semi í þeirri fullvissu, aS hvaS svo sem framtíSin beri í skauti sér, þá sé í rauninni ekkert aS óttast. Áföll lífsins koma manni iSulega á óvart. ÞaS kann aS vera hœttulegt slys, alvarleg veikindi, lát ástvinar, eigna- missir eSa blátt áfram brostnar vonir. Á slíkum tímamót- um kann margur aS óska sér þess af alhug, aS hann œtti í fórum sínum svör viS ráSgátum lífsins; fengiS einhverja fullvissu þess aS lífiS hafi tilgang. ÞaS er einmitt leitin aS svörum viS þessum gátum, sem. bækur Grétars Fells fjalla mjög um. Þess vegna eiga þær alveg sérstakt erindi til okkar á þessum tímum ótta og kviSa. tJr grein Ævars Kvarans um erindasafn Grétar Fells.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.