Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 22

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 22
14 SJÓMAÐURINN PÉTUR BJARNASON: „Hjálpið mér--!“ AU eru mörg og ómjúk, faðmlögin, sem dætur ægis veita okkur sjómönnunum, liér við strendur landsins og víðar, og mörgum hafa þær aldrei skilað aftur, og munu ekki gjöra, né heldur greina frá þvi, á hvern hátt þeim tókst að hafa yfirhöndina. En þeim tækjum, sem s’tefna að þvi, að efla öryggi okkar, fleygir nú óðfluga áfram. Eitt af þeim er talstöðin, og i samhandi við hana ætla ég að segja frá skipi, er fórst liér við land, fyrir nokkrum árum, með allri áhöfn. Ef talstöð hefði ekki verið i skip- inu, hefði sennilega aldrei orðið upplýst um afdrif þess. Skipið var útlenzkt, en liarátta okk- ar sjómanna við storminn og byljina hér við land, er sú sama, hvort við erum íslendingar eða útlendingar. Því miður var ekki hægt að veita þessu skipi hjálp, þó menn vissu, hvar það var statt; það hindruðu þau öfl, er mann- legur máttur ræður ekki við: stormurinn og hriðin. En menn vissu þó þegar, hver afdrif þessa skips og skipshafnar urðu, og ættingjar og vinir þurftu ekki að bíða dögum og vikum saman, fidlir örvæntingar um afdrif vanda- manna sinna. Vetrarmorgun einn sigldi hrezki togarinn „Stoke City“ niður Humberfljótið, í fyrstu veiði- för sina. Skipstjórinn liét Jack Evens. Hann liafði heitið sjálfum sér þvi, að þetta skyldi verða sér minnistæð veiðiför, en hann grunaði þó ekki, liversu rétt það reyndist. Réttum hálf- um mánuði seinna harðist þessi litli Grimshy- togari hraustlega við óvin sinn, storminn, ó- vininn, sem krafist hefir óteljandi mannslífa og á sennilega eftir að heimta annað eins - ef ekki meira. Þennan eftirminnilega dag, hafði stormurinn smá-aukist, og um lágnætti var kom- ið fárviðri. Skipstjórinn vildi ekki gefast upp, og hélt áfram veiðum, því að þeir, sem eiga að fá aflann taka ekki tillit til storma eða ó- heppni fiskimannsins; þéir þurfa aflans með, og þeir greiða lika fvrir hann; enginn afli þýð- ir sama sem engir peningar, í flestum tilfell- um. fyrir enskar togaraskipshafnir. Að lokum, þegar vindurinn hafði náð alt að 80—100 milnn liraða á klukkustund, leitaði togarinn skjóls á Patreksfirði. Það var mjög þreytt skipshöfn, sem þarna liafði nú komist í góða höfn. Hún liafði unnið erfiða vinnu dögum saman, og seinasla sólar- hringinn höfðu mennirnir unnið í stormi, frosti og ósjó, og gátu búist við að þeim skolaði fyr- ir borð á hverri stundu. Nú voru þeir ánægð- ir, og glöddust yfir því, að mega nú njóta nokk- urra klukkustunda hvíldar. En það fór á ann- an veg. Rétt i því að skipstjórinn hafði gefið skipun um að láta akkerið falla, heyrði hann rödd úr móttökutækinu, er stóð fyrir aftan hann. „Mayday! Mayday!1 hrópaði röddin, en það er S.O.S. togaranna, tekið úr franska orðinu „Máides“ (hjálpið mér). Agndofa hlustaði skipstjórinn. „Við erum að reka i land, á milli Látrahjargs og Rauðasands,“ og svo: „Erum hér um hil 8 mílur frá landi! Þörfnumst þegar lijálpar!“ — og i sama augnahliki heyrðist önnur rödd, i þetta skifti frá veðurstofunni, er heyrt hafði neyðarkall skipsins; varaði hún öll skip við, þvi að stormurinn væri að aukast. Evens ski])stjóri vissi, a'ð menn hans voru dauð-uppgefnir, og ennfremur, að ef „Stoke City“ legði út i fárviðrið, myndi hann ef til vill aldrei komast til heimahafnar sinnar aft- ur, eða skipshöfnin til vina og vandamanm er heima hiðu. En hann hikaði ekki, og augna- l)liki síðar var „Stoke City“ lagður af stað úl i storminn og hríðina, til hjálpar hinu nauð- stadda ski])i. Nokkur önnur skip voru einnig á leiðinni til aðstoðar. Klukkustund seinna kom enn skeyti frá skip- inu, er í hættu var statt, togaranum „Jeria“ frá Grimsby. „Við sjáum kletlana rétt fyrir aftan okkur! Flýtið vkkur! Flýtið ykkur!“ En að hraða sér meira, var ógerningur, þvi að all það afl, sem til var, var nú þegar í notkun, ])ví að nú gat liver minútan skilið á milli lífs og dauða lijá skipshöfninni á „Jeria“. Skömmu seinna kom annað skcyti, skeyti, sem heyrðist af fjölda ski])a, og seint mun gleymast okkur sjómönnunum: „Jeria kallar á alla togara! Hann (sjórinn) cr búinn að ná i okkur--------------Nú sjáum við klettana rétt fvrir aftan okkur.----------- Ein mínúta ennþá hvgg ég--------------—“. Röddin var róleg, — án nokkurs titrings eða ótta.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.