Sjómaðurinn - 01.03.1939, Síða 26

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Síða 26
18 SJÓMAÐURINN Jón Axel Pétursson: Zinguh. Íandí o.g. fiéda.g.L - ahjdwclís. j FORNSOGUNUM okkar er oft- lega frá því sagt, að ungir og efnilegir menn tóku sér fari utan; fóru þeir stundum á fund erlendra liöfðingja, seni þá var kallað, og dvöldu með þeim. Sumir h'urfu aldr- ei aftur til landsins, en flestir komu þeir aftur lieim og fluttu þá með sér ýmsar nýjungar og verðmæti. Hvorttveggja kom í góðar þarfir, svo afskekkl sem landið var. Um hvorttveggja þessa menn mátti segja, að ]>eir voru þeirrar tíð- ar sendiherrar þjóðar sinnar og báru oftlega hróður lands og þjóðar víðs- vegar um lönd. Þó að margt hafi hjá okkur breyl/.t síðan, má segja að um þetta gegni enn sama máli. Ungir efnilegir menn fara utan og dvelja með framandi þjóðum, afla sér þekkingar og koma svo heim með ný úrræði. Aðrir setjast að erlend- is og afla sér gengis meðal útlendinga og auka á þekkingu, vcg og virðingu á landi og þjóð. Hvorttveggja er gott, en he/l tel eg það vera, að sem flestir fái landsins synir að dvelja í sínu eigin landi og þó okkur þyki gott til ])ess að vita, að vegiir þeirra er mikill erlendis, þá sökn- um við þess, að hæfileikar þeirra skuli eigi not- ast í þeirra eigin landi — því flestir munu þeir heim vilja, fyr eða siðar. Bjarni Kristjánsson skipstjóri, er einn þeirra islen/ku sjómanna, sem aukið Iiefir hróður lands og þjóðar erlendis. Fyrir fimmtán árum siðan fór Bjarni vestur um haf og stundaði siglingar víðsvegar um, að- allega þó í Canada. Eftir að hafa siglt um skeið sem háseti tók Bjarni enskl próf og varð strax stýrimaður. Seinna tók hann skipstjórapróf og varð skip- stjóri árið 1933 á nýju farþega- og flutninga- skipi, sem Belle Tsle heitir. Skij) þetta er líkt og fossarnir okkar, aðeins nokkuð stærra. Það hefir rúm fyrir 84 farþega, og siglir á sumrin i turistaferðum frá Montreal Bjarni skipstjóri og skip hans Belle Isle. og Quebeck niður St. Lawrence-fljótið um Sagu- nenev-ána — og svo áfram eftir St. Lawrence- fljóti til Sidney-horgar i Canada, en þar ern mest kol flutt út og ennfremur stærstu stálverk- smiðjur Canada. íhúatala Sidney er álíka og Reykjavíkur. Þar gefsl farþegum kosíur á þvi að skoða „Bradorvötnin“ frægu. Þessi vötn eru sölt sem sjór og þykja hin mestu furðuvötn, og eru höð mikið iðkuð í þeim. í vötnunum er mik- ið af fiskum, sem við Islendingar þekkjum vel, svo sem þorskur, ýsa, koli og liumar, þar eru einnig ostrur. Frá Sidney er lialdið til N.-Sidney, en þar er ein af bezlu höfnum i N.-Ameríku, þar er tekinn póstur oft til frönsku eyjanna St. Piere og St. Mitchelon, en þær eru einu löndin, sem Frakkar eiga enn í N.Ameríku. Á eyjum þessum hefir um langan tíma verið aðalhæki- stöð fiskivciða Frakka þar vestra. Þar gefur oft að líta fjölda togara, sem slunda veiðar við ís- land, svo sem Simon og Senator Duhamel o. fl. o. fl. Þarna ægir öllu saman, gömlum og nýjum siðum, frönskum og amerískum. Frá eyjum þessum er haldið til Nýfundna- lands, til höfuðhorgar þess, St. Johns; er þar hin fegursta höfn og aðalfiskiveiðahöfn Nýfundna- landshúa að fornu og nýju. Þar eru fiskveiðar enn stundaðar með seglskipum, sem eru ósnort- in áhrifum vélamenningar nútimans. Seglskij)

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.