Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Page 3
Jón Eypórsson
Viðtal
Einn þeirra manna, sem oftast
heyrast í útvarpinu, er Jón Eyþórs-
,son.
Hann hefur hlotið almennar vin-
sældir fyrir ýmis. konar erindi, flutt
á, undanförnum árum og síðast en
ekki sízt fyrir hinn vikulega þátt
sinn »Um daginn og- veginn«.
Verður ekki um það deilt, að þátt-
ur si er orðinn í meðferd Jóns einn
þeirra dagskrárliða, sem eínna al-
mennast er hiustað á. Enda hefur
Jóni Eyþór&syni tekizt með þætti
þes&um að skapa lífrænt samband
milli útvarpsins og einstakra hlust-
enda víðsvegar um land. Segja má, að
það sé orðin hefð hjá mörgum aö
senda fyrirspurnir til Jóns, ef þeim
gengur illa að ráða einhverjar af gát-
um tilverunnar.
Af spurningunum má m. a. marka,
hve rnargt það' er milli himins og
jarðar, sem alþýða manna hér á. iandi
brýtur heilann um. Sumar spurning-
ar hafa þó auðsjáanlega verið gerðar
í þeim tilgangi einum að koma þeim
í vanda, sem svara skyldi.
En svör þau, sem slíkar spurning-
ar hafa fengið hjá Jóni, munu oft
hafa komið hlustendum á óvart og
gert þeim létt í geði.
Jón Eyþórsson er fæddur 27. jan.
1895 að Þingeyrum í Húnavatnssýslu,
en að mest.u alinn úpp að Hamri á
Bak-Ásum í sömu sý.slu hjá foreldr-
um sínum, er þar bjuggu.
Jón. tók gagnfræðapróf á Akur-
eyri, en lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík eftir tveggja vetra nám. Síðan
, veðurfræðingur
hóf hann náttúrusögunám við háskól-
ann í Kaupmannahöfn, en fór síðan
tii Noregs og lagði stund á veður-
fræði og skyldar námsgreinar (eðlis-
fræði, stjörnufræði, jarðeðlisfræði o.
fl.) við háskólann í Oslo og »Geofys-
isk Institut« í Bergen. Réðist- síðan
sem veðúrfræðingur við »Vorvarsl-
ingen« í Bergen og gegndi því starfi
frá 1921—1926, að hann réðist sem
fulltrúi á Veðurstofuna hér, þar sem
hann hefur starfað síðan.
Otvarpstíðindi áttu nýlega tal viö
Jón, en. hann hefur starfað lengst í
útvarpsráði af þeim, sem nú eiga þar
sæti.
— Hver eru, fyrstu afskipti yðar af
útvarpsmálum hér?
- Þegar ég kom hingað til lands
1926 hafði nýíega verið stofnað hér
»Félag útvarpsnotenda«, sem vildi
beita sér fyrir því, að hér yrði reist
fullkomin útvarpsstöð, sem heyrðist
sæmilega um allt land. Reyndi ég að
veita þessu máli allan þann. stuðning,
sem ég gat, ekki sízt- vegna þess, að
ég sá að dreifing veðurfregna var
mjög undir því komin, að hægt væri
að koma útvarpi við, þar sem sím-
stöðvar eru tiltölulega fáar og strjái-
ar. Auk þess hafði ég -haft nokkur
kynni af útvarpsstarfsemi í Noregi.
Árið 1927 var skipuð nefnd til þess
að gera tillögur um ríkisrekstur út-
varps og átti ég sæti í nefndinni, til-
nefndur af Félagi útvarpsnotenda.
Nefndin samdi lagafrumvarp, sem að
mestu var samþykkt óbreytt á þingi
1928. Bygging stöðvarinnar hófst. svo
1929. Eg var svo kosinn í útvarps-
363