Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Side 8

Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Side 8
ÚTVARPSTÍÐINDI ar, sem koma inn í kíkinn, hafa ekki farið nákvæmlega jafnlanga leið, verður miili þeirra svokallað öldu- víxl, er sést, í kíkinum sem röð af mis- björtum rákum. Gerum nú ráð fyrir, að jörðin hreyfist með vi,ssum hraða í stefnuna frá G til Si og' mælitækin auðvitað ásamt henni. Pá ætti ijósió að tefjast meira á leiðinni frá G til S2 og' þaðan til baka. Nú er áhöldun- um öllum komið fyrir á stórri hellu úr steinsteypu og hellan höfð á floti í kvikasilfri. Sé nú hellunni með öliu, sem 'á henni er, snúið \ úr umferð, verða það. geislarnir L,, sem fara þvert á stefnu jarðarinnar gegnum ljósvakann, en aftur geislarnir L2 sem fara með og móti ljósvakavindin- um, svo að nú ættu þeir að tefjast meira en hinir. Við þetta ætti tíma- mismunur geislanna Li og L2 að breytast frá því ,sem var, og við það ættu rákirnar, sem myndast við öldu- víxlið, að færast tiþ miðað við mæli- þræði í kíkinum. Með því að láta geislana ekki aðeins fara einu sinni fram og aftur yfir þvera helluna, heldur mörgum sinnum — milli margra spegla, — var hægt að gera brautir geislanna alllangar, og hefði þá, verið hægt. að mæla jafnvel lítið brot af þeijn ljósvakavindi, sem sam- svarar hraðanum 30 km. á sek. Við tilraunina, sem hefur verið geró mörgum sinnum með mikilli ná- kvæmni, sást, nú engin færsla á rák- unum í kíkinum, það er að segja: Niðurstaðan varð síi óvænta staó- reynd, að um jörðina leilcur enginn Ijósvakavindur. Jörðin virðist vera k y r r miðað við Ijósvakann. Eins og áður er sagt, setti þetta á ringulreið mörg eldri hugmyndakerfi um þessi 368 Ég vil dcmsa við þig í nótt Sungið og leikið af dans- hljómsveit Bj. Böðvarssonar Lag: Ich ta.nzo mit dir in den Himmel hinein. Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld, mín hjartkæra draumfagra meyja, og tunglskinið hefur sín töfrandi völd, er tónarnir síðustu deyja. 1 hillingu sjáum við sólfagra strönd, þar svífum við tvö ein um draumfögur lönd, og tung'Iskinið hefur sín töfrandi völd, er tónarnir síðustu deyja. Er nóttin oss bíður sín litskreyttu Ijós, sem leiftra um himinsins veldi, þá gef ég þér ást, mína, heiður og hrós, og hamingju á þessu kveldi. Við dönsum og syngjum mitt seyðandi lag, unz sjáum við roða komandi dag. og [>á áttu ást mína, heiður og hrós, og hamingju frá þessu kveldi. Theodór Einars. efni. Menn höfðu álitið ljósið og' raf- magnið ölduhreyfingu í því sem menn nefndu ether eða ljósvaka, líkt og t. d. iiljóð er ölduhreyfing í loftinu. En þessi tilraun varð m. a. til þess að fram hefur komið kenningin um að ljósvakinn væri alls enginn til!

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.