Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Page 4
ÚTVARPSTÍÐINDI
ráð, sem fulltrúi útvarpsnotenda,
fyrst 1932—34 og aftur 1935 í það
útvarpsráð, sem ennþá, situr.
— Hvað getið þér sagt; mér um
stövf yðar í útvarpsráði?
-- Þar sem 5 eða 7 menn starfa
saman, er erfitt að gera sérstaka
grein fyrir störfum hvers einstakl-
ings, því oftast ljúkast hins ýmsu mál
eftir bendingum margra manna og
oftast með góðu samkomulagi. — Þó
tel ég að samstarf hafi verið einna
bezt í því útvarpsráði, sem nú situr,
enda þótt gengið væri hreint til verks
í bví að kjósa fulltrúana að miklu
leyti eftir pólitískum sjónarmiðum.
— En. hvað um tillögur yðar um
val á útvarpsefni?
— Segja má, að útvarpsráösmenn
megi ekki láta neitt mannlegt vera
sér óviðkomandi. En nú er það svo á
voru landi, að lang flest af því, sem
rætt er og ritað, snýst um »human-
istísk« efni, s. s. trúmál, sagnfræði,
skáldskap og pólitík. Ég hef því lit-
ið svo á, að útvarpið ætti að leggja
kapp á að flytja jafnframt fræðslu
um náttúrufræðileg og vísindaleg
efni. Ekki þó svo að skiija, að ég hafi
verið einn um þetta sjónarmið eða átt
í ne nni baráttu fyrir því við sam-
starfsmenn mína.
— En hvað getið þér sagt mér
núna um daginn og veginn. Hver eru
tildrög þess. að sá þáttur kom fyrst
fram?
— Við í útvarpsráði höfum orðið
þess á margan hátt varir, aö lang
fles ir hlustendur hafa mestan áhuga
fyrir hinu »talaða orði« og skoða það
sem hið eiginlega útvarpsefni. Sést,
þetta bezt, á því, að þegar útvarpið
er gagnrýnt, beinist gagnrýnin nær
364
eingöngu að þeirri hlið. 1 fyrra haust
vildum við því gera ráðstafanir til
þess að auka erindaflutninginn þann-
ig, að auk aðalerindis kvöldsins kl.
20.15 kæmi styttri þáttur síðar að
kvöldinu. — En þessir þættir, sem
voru teknir upp, voru miðaðir viö
15—20 mínútur. Voru þeir: hús-
mæöratími, erindi frá útlöndum, út-
varpssagan, þáttur um daginn og veg-
inn og smásagna eða kvæðalestur á
sunnudagskvöldum; einn daginn er
kvöldvakan og annan leikrit. Þætt-
inum um daginn og veginn var upp-
haflega ætlað að vera einskonar
»fréttaauki«, þar sem mætti rífja
upp ýmis, minnisverð tíðindi, sem
gerzt höfðu í síðustu viku og auk
þess svarað spurningum, sem kynnu
að berast frá útvarpsnotendum. —
Að coru leyti var ekki vel Ijóst, hvern-
ig þessir þættir mundu ve.rða í með-
ferðinni. Útvarpsráð bað mig þá að
taka þá að mér fyrst um sinn til
reynslu og hefur jafnan, síðan beðið
mig að annast þá að miklu leyti.
— Er nokkuð, sem þér vilduð láta
Útvarpstíðindi skila til hlustenda að
lokum?
— Ég veit ekki. Ennþá hef ég til,-
tölulega gott tækifæri til að segja
þeim það milliliðalaust .En ég býst
nú viö að hætta að fara að tala um
»daginn og veginn« og hef raunar
haldið því áfram miklu lengur en ætl-
un xnín var í fyrstu. E. t. v. hætti
ég líka innan skamms að hafa að
öðru leyti afskipti af starfsemi út-
varpsins. En það er þá rétt að nota
þetta tækifæri til þess,, að láta það á
þrykk út ganga, að ég er þakklátur
útvariDsnotendum fyrir það, hve vel
þeir hafa tekið mér og á margan hátt