Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Page 7
ÚTVARPSTÍÐINDI
Afstæðiskenningar
Einsteins
Erindi flutt af Sigur-
karli Stefánssyni mag.
Þann 28. þ. m. flytur Sigurkaii
Stefínsson magister fyrra erindi sitt
af tveimur, sem hann nefnir »Um
hreyfingu«. 1 fyrra erindinu mun
hann gera grein fyrir ýmsum eldri
kenningum um hreyfingu yfirleitt.
Hann mun segja frá hinum ýmsu upp-
götvunum, sem smátt og smátt hafa
verið gerðar um þetta efni.
Þar á meðál lýsir hann uppgötvun-
um Galileis og Newtons.
I síðara erindinu mun hann tala um
nýrri kenningar um þessi efni, m. a.
u.m báðar afstæðiskenningar Ein-
steins.
Sigurkarl Stefánsson er ættaður
frá Klifurn í Gilsfirði. Lauk embætt-
isprófi í stærðfræði við Hafnarhá-
skóla 1928, en tók þá einnig prófi í
stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði
sem aukanámsgreinum.
Hefur hann síðan dvalið hér í Rvík
og stundað mest kennslu viö Kenn-
araskólann og Menntaskólann.
Asamt Steinþóri Sigurðssyni er Sig-
urkarl Stefánsson einn af þeim fáu,
sem unnið liefur að því, að fræða út-
varpshlustendur um eðlisfræðileg
efni.
högunina á hinni frægu tilraun Mich-
elsons. Hún var fyrst gerð af Ame-
ríkumanninum Michelson. Á henni
hafa strandað ýmsar eldri kenning-
ar um hreyfingu. Menn bjuggust við
að tilraunin mundi sýna, að jörðin
hreyfðist í ákveðna átt í ljósvakan-
um, en tilraunin sýnir hið gagnstæða.
Geislar frá L eru látnir lenda skáhalt
á glerplötunni G. Nokkuð af geisJun-
um <T) fer í gegnum G, en sumt (L2)
endurkastast frá G í stefnu, sem er
hornrétt á Li. Tveir speglar Si og S2,
sem eru báðir í svipaðri fjarlægð frá
G, endurkasta geislunum Li og L2
til baka til G, sem hleypir nokkru af
geislunum í gegnum sig, en endur-
kastar sumu. Sá hluti af Li, sem end-
urkastast og sá hluti af L2, sem slepp-
ur í gegnum G, verða nú samferða til
kíkisins K. Þar eð þessir tveir geisl-
Útvarpstíðindi birta hér teikningu
til skýringar á erindi mag. Sigur-
karls Stefánssonar ásamt greinar-
gerð um hana.
Myndin sýnir í grófum dráttum til-
367