Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Qupperneq 2

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Qupperneq 2
Anna gamla hafði orðið að fara á sjúkrahús sér þvert um geð. Hún var með meinsemd í magan- um og þurfti því að gera á henni holskurð. Þegar hún var nýkomin á sjúkrahúsið, skoð- aði læknirinn hana. Þegar því var lokið sagði Anna: „Mikið væri það nú vel gert, ef þér vild- uð skera mig strax í dag, blessaður lækn- irinn“. „Nei, það er ómögulegt. Við verðum að bíða með það í nokkra daga“, svaraði lækn- irinn. Anna gamla varð auðsýnilega mjög hnuggin yfir svarinu, svo læknirinn spurði: „Liggur yður svona mikið á, kona góð?‘‘ „Já, ég skal segja yður eins og er. Hann Jón minn flutti mig hingað í dag og svo vorum við að tala um, að það væri nú tafa- minnst, ef hann gæti tekið líkið með sér heim í sömu ferðinni", sagði sú gamla og horfði bænaraugum á læknirinn, honum gat ekki dulist að henni var þetta mikið áhuga- mál. Forboðnir ávextir. Veturinn 1934—5 var í Reykjavík efnt til hins svo nefnda „kjötverkfalls“ i mótþróa- skyni gegn ráðstöfunum kjötverðlagsnefnd- ar, sem þá var nýlega stofnuð. Einna mest áberandi maður í verkfallinu var hinn víð- kunni íþróttafrömuður, Sigurjón ó Álafossi, og var því mikið á lofti haldið, að hann hefði ekki kjöts neytt árum saman, en lifði einkum á grænmeti og ávöxtum. — Jafn- ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega að vetrinum, 28 tðlubl. 16 blaðslður hvert. Árgangurlnn kostar kr. 5.50 til á.skrifenda og greiðist fyrir- fram. I lausasölu kostar heftið 25 aura. Ritstjóri og1 Abyrgðarmaður: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON Bergstaðastr. 48 — Sími 5046 fJtgeffindli H/f. Hlustnndinn ÍBafoldarprentsmiðJa h/f. framt gengu þó sögur um það, að hann blót- aði á laun. Segir þá sagan, að Jón kaldi hafi eitt sinn komið að honum, og staðið hann að verki við að éta steik. Hafi hann þá sagt heldur kuldalega: „jurtaæta — og situr svo hér og hámar í þig steik". — „Steik! Kallarðu þetta steik? Þetta kalla ég „forboðna óvexti“, svaraði Sigur- jón. Vel svarað fyrir sig. Hans P. Christiansen er ekki stór maður vexti. Eitt sinn stóð hann í hópi kunningja sinna á horninu fyrir framan Árna Björns- son. Þá slangraði þar að fullur maður og heldur ólánslegur. Fór hann að gera gys að Hans fyrir hve lítill hann væri. Hans skipti sér ekkert af þessu, en sagði við kunningja sinn: „Ég held, að aðstandendur þessa ná- unga ættu nú að reyna að hafa eitthvað upp úr honum á meðan gott verð er fyrir þorsk- inn“. — Pilturinn hafði sig á brott. Um látinn vin: Hníga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum. Fjölgar þjóðar föllum enn, fækkar góðum drengjum. Hjálmar á Hofi. »Gæfa fylgir góðum hring«. Tryggið yður ánægjuleg viðskifti með þvi að panta trúlofunar- hringana frá mér. — Allskonar gull- og silfursmíði. Þorsfeinn Asgeirsson, Hvammstanga 326 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.