Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Blaðsíða 7
skilyrði væru til þess að hún gæti not-
ið hennar.
Lausn vandamálsins er jafn ein-
föld: að lofa mönnum að heyra æðri
tónlist.
Nú skyldi mig ekki undra, þó að ein-
hver lesandi hristi höfuðið í vandlæt-
ingu. Áliti mig vera að bera fram
fjarstæðu. Nóg hefði nú heyrzt af
„symfóníunum“. — En staðhæfingu
mína — ráðningu gátunnar — skýri
ég þannig: Það er gagnslaust fyrir
alla alþýðu manna að heyra erfitt tón-
verk leikið í eitt skipti. Menn hafa
engin skilyrði til að geta notið þess.
Það er fyrst við endurtekninguna —
eftir að temum er lærð eða hálflærð,
sem skilyrði eru fyrir músikaslkri
nautn og skilningi, að svo miklu leyti,
sem um skilning getur verið að ræða í
þessu sambandi. Að heyra tónverk
einu sinni — og svo ekki aftur næst
fyrr en mánuðum eða misserum síð-
ar, þ. e. þegar öll áhrif frá fyrri skipt-
unum eru gleymd, er því sama og að
hafa aldrei heyrt verkið.
Þessa ályktun styður sú vitneskja,
að t. d. í Þýzkalandi, þar sem sama
óperan er leikin dag eftir dag og viku
eftir viku, þannig, að leikhúsgestirn-
ir læra heila lagaflokka og syngja þá
og raula í tíma og ótíma, þannig að
enginn kemst hjá því að læra þá, að
meiru og minna leyti — þar kann
alþýðan að meta tónverkin, sem eru
mönnum hér svo fjarlæg. I Noregi
aftur á móti hefur óperunnar jafnan
gætt minna — enda má oft sjá í
norskum útvarpsblöðum kvartanir
um, að þar sé útvarpað of miklu af
sónötum, óperum og symfoníum.
Ég hygg, að varla sé til sá maður,
sem ekki þarf að heyra tónverk tvis-
var eða oftar til þess að njóta þess
fyllilega. Hjá flestum á þetta meira
að segja við, jafnvel um létt sönglög
og danslög, en auðvitað miklu frem-
ur um stærri og erfiðari verk. Stórt
tónverk, sem almenningur heyrir að-
eins með löngu millibili, er hann í
rauninni alltaf að heyra í fyrsta sinn,
því enginn getur ætlast til þess að
menn festi slíkt í minni í fyrsta skipti
svo gagn sé að. — Eitt skipti gildir
því í þessu sambandi sama og aldrei.
Lausn vandans er því einfaldlega
sú, að leika sömu lögin hvað eftir
amiað.
Ég geri að tillögu minni í þessu
efni, að reynt verði t. d. næsta haust,
að halda í sjálfu útvarpinu einskonar
námskeið í því að læra að njóta æðri
tónlistar. — Þetta yrði framkvæmt
þannig, að valin yrðu fremur létt
klassisk verk og leikin aftur og aftur
— helzt aðeins stuttir kaflar í senn.
Til uppfyllingar mætti svo reyna eitt-
hvað að skýra verkin með orðum, þó
slíkt verði auðvitað aldrei nema fálm,
því að músík verður ekki skýrð
með orðum, fremur en hagfræðileg
lögmál með hljóðfæraslætti. Þá væri
betra að leggja áherzlu á að segja frá
höfundinum, verkum hans, lífi hans,
störfum og frægð. Útvarpstíðindi
mundu líka að sjálfsögðu birta mynd-
ir í sambandi við þetta og jafnvel
temu úr verkunum, ef álitið væri, að
það gæti komið að gagni. Tilhögun
einstakra tíma á slíku námskeiði gæti
t. d. verið eitthvað á þessa leið: Fyrst
væri leikinn tvisvar sinnum kafli sá
úr symfóníu eða öðru, sem yrði fyrir
valinu. Þá væri sagður stuttur þátt-
ur úr æfisögu höfundarins.
Því næst væri kaflinn leikinn aft-
ur tvisvar sinnum. Þá kæmi stutt
skilgreining á verkinu, einskonar til-
raun til skýringar á því eða um
sagnar í orðum. Að síðustu væri svo
lagið endurtekið tvisvar sinnum —
þá e. t. v. á önnur hljóðfæri eða á
einhvern annan hátt en í hin skipt-
in. Síðan væri á sama hátt, tekinn
ÚTVARPSTÍÐINDI
331