Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Síða 6

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Síða 6
höfum aldrei heyrt æðri tónlist! Tillögur um tónlistanámsUeið. Allt frá því, er ég fyrst kynntist út- varpi, hef ég veitt því eftirtekt, að á- berandi margir af hlustendum þess njóta ekki mikils hluta þeirrar tón- listar, sem þar er flutt. Löngu áður en mér hafði til hugar komið að fara að vinna að útgáfu útvarpsblaðs, heyrði ég fólk oft fara lítilsvirðandi orðum um alla hina æðri tónlist, sem útvarpið flytur. En síðan ég hóf út- gáfu Útvarpstíðinda, hef ég kynnzt þessu nánar. Ég hef fengið bréf svo tugum skiptir, þar sem mjög er kvartað undan „symfonunum", en það orð virðist vera notað sem eins- konar samnefni á allri æðri tónlist, s. s. óperum, stofutónlist, sónötum o. s. frv. Jafnframt þessum mörgu og háværu röddum, hef ég svo heyrt aðr- ar lágværari, en engu síður sannfær- andi. Þær hafa kennt mér, ásamt eig- in reynslu — að hin æðri tónlist opn- ar unnendum sínum heilan heim feg- urðar og dásemda. Heim, sem þeir að vísu geta ekki með orðum lýst, en sem engu að síður er þeim fullkominn veruleiki — eitt af mestu verðmætum lífs þeirra. Ég hef þess vegna farið hægt í að birta kvartanir um „sym- foníugargið". Áreiðanlega ekki birt tíunda hluta þess, sem borizt hefur. Álitið, að menn mundu §mátt og smátt læra að njóta þessara verka — og þá í öðru lagi ekki fundizt það horfa til neinna vandræða, þó menn hvíldu hlustirnar við og við og skrúfuðu fyr- ir, meðan hinir fáu útvöldu böðuðu sálir sínar í tónaflóði meistaranna miklu. Sérstaklega er það þó fyrra atrið- íð — vonin um, að mönnum lærist að Samtal viS Pál ísólfsson. njóta þessarar listgreinar — sem mér hefur fundizt réttlæta það, hve hún skipar stórt rúm í útvarpsdagskránni — þrátt fyrir að flest bendir til að hún hafi mjög fáa hlustendur, sam- anborið við annað útvarpsefni. En í seinni tíð er ég farinn að ótt- ast, að þessi von ætli að bregðast að miklu leyti. Útvarpið hefur nú þegar starfað nærfellt 10 ár, og ennþá virð- ist almenningur ekki hafa breytzt verulega í afstöðu sinni til hinnar æðri tónlistar. Nú er það almennt vitað og viður- kennt, að alþýða manna í Vestur- Evrópu, sem mun yfirleitt standa á svipuðu menningarstigi og alþýða á íslandi, nýtur æðri tónverka stórum mun almennar en gerist um fólk hér. — Nú væri hugsanlegt að á- lykta, að munurinn stafaði af því, að íslendingar hefðu að eðlisfari tregari músíkalskar gáfur en gerist með frændþjóðunum. En orðstýr sá, sem ýmsir íslendingar hafa aflað sér er- lendis á sviði tónlistar — ásamt fleiru — virðist afsanna, að þetta geti verið rétt ályktað. Fálæti íslenzkrar alþýðu í garð þess æðsta í heimi tónlistarinn- ar gæti því litið út sem einskonar gáta. Ástæðan til þess, að ég fór að skrifa þessa grein var sú, að ég þykist geta ráðið þessa gátu að einhverju leyti, og vil jafnframt gera tillögur um lausn vandamálsins. Ráðningin er einföld. Hún er í fæst- um orðum þessi: Ennþá hefur íslenzk alþýða aldrei fengið tækifæri til að heyra æðri tónlist, þannig að nokkur 330 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.