Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 4

Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Side 4
séu straumspör, einföld í meðförum, tóngæðamikil og þoli betur raka en erlendu tækin. Af „Vestra“-tækjum hefur verið smíðuð sérstök gerð, er notast eiga í nágrenni Eiðastöðvar- innar. Hve mörg viðtæki hafa verið smíð- uð hér á landi í allt? Á þrem árum hafa verið smíðuð um 550 „Vestra“-viðtæki, og auk þess um 200 skipaviðtæki, en eftirspurnin hef- ur verið mun meiri. Hefur skort gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir svo miklu efni, sem nauðsynlegt væri til að fullnægja eftirspurninni, sem er sérstaklega mikil nú. Má ekki spara talsverðan erlendan gjaldeyri með því að smíða viðtækin hér? Jú, við sumar tegundir viðtækja, t. d. telst gjaldeyrissparnaður á skipa- viðtækjum vera um 60%, enda hafa þau verið miklu ódýrari en sambæri- leg erlend viðtæki. Er hægt að fá fleiri en eina gerð af „Vestra“-viðtækjum? Smíðið þið ekki einnig straum-viðtæki, sem eru við hæfi íslenzkra staðhátta? „Vestra“-viðtækin eru yfirleitt öll svipuð að gerð, en ef menn óska þess sérstaklega, geta þeir t. d. fengið þau í hnotutréskassa í stað eykar, því að kassarnir eru að öllu leyti smíðair hér, einnig er hægt að fá þau með tveimur bylgjusviðum. Nokkrar gerðir straumviðtækja, sem miðaðar eru við íslenzka stað- háttu, hafa verið smíðaðar til reynslu, og er því ekkert til fyrir- stöðu, að þau verði framleidd hér, annað en efnisskortur, en þau eru heldur efnisfrekari en rafhlöðutæk- in Hve margir menn vinna að jafnaði að nýsmíðunum? Að jafnaði 3—5 menn, en annars fer það nokkuð eftir því, hve mikið er að gera við viðgerðavinnu á Við- gerðastofunni. Nýsmíðar eru að því „Vestri“ í eilcarkassa. „Vestri“ í gljúðum hnotutréskassa. Fjögra lampa super-viðtæki fyrir rakstraum og riðstraum með fjórum bylgjulengdum, 19—2000 metrar. Byggt síðastliðið haust. Skipaviðtælci.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.