Útvarpstíðindi - 11.03.1940, Qupperneq 13
Kvöldvökumar.
Kvöldvökunum virðist hafa stórhrakað í
vetur. Nú er af sem áður var, þegar þær
voru vinsælustu dagskrárliðir útvarpsins.
íslendingar ferðast mikið, og ekki sízt höf-
uðstaðarbúar. Væi'i ekki hægt að fá ein-
hvern ferðalanginn til að segja ferðasögu
á kvöldvökunni? Hefur Guðmundur prófess-
or Thoroddsen ekkert ferðast, síðan hann
fór sína eftirminnilegu ferð um Horn-
strandir? D. Sk.
. . . Það hefur lengi legið orð á því, að
um útvarpið sæti alltaf sægur misjafnlega
óskemmtilegra grúskara, sem komast vildu
að útvarpinu með erindi og upplestur. Hafi
þetta verið rétt, hefur Útvarpsráði furðan-
lega tekizt að standa þessa menn af sér á
meðan fleiri v.ru í ráðinu. Nú vii'ðast aftui'
á móti allar ^ áttir standa opnar fyrir þessu
fólki — og það, sem verra er — það er orð-
inn siður, að hrúga þessu liði á kvöldvök-
urnar. Manni er spurn: Er það meiningin,
að venja fólk af því að ski'úfa frá útvarp-
inu á föstudagskvöldunum?
Gunnar Jónsson, Mið-Hóli.
eins og — einnig þeir vikju undan,
svo honum varð ekki mein að.
— Hann getur ekki dáið! hrópaði
mannfjöldinn fagnandi.
Larra var skilinn einn eftir með
sér sjálfum og kvölum sínum. Þarna
lá hann og horfði til himins — og sá
ernina, frændur sína, svífa hátt uppi
í geiminum, einn og einn, eins og
svarta punkta á himinhvelfingunni.
í augum hans brann eldur haturs og
gremju. Ógrynni þeirrar heiftar, er
hann bar í sál sinni, hefði nægt til að
eitra lífshamingju alls mannkynsins.
Dauðinn var hans brennandi þrá, —
hann átti þá eina ósk, en hún mátti
ekki verða uppfyllt. Og síðan hefur
Larra leitað dauðans — í mörg þús-
Kvöldvökurnar eru að glata sínum fornu
vinsældum. Viku eftir viku eru þar flutt
heldur staglsöm sagnfræðileg erindi með
alltof lítilli tilbreytni um efnisval. Þeir
menn, er þessi erindi flytja, geta verið á-
gætir við púltin sín og ritmennska þeirra er
þörf og g'óð. — En það þarf eitthvað sögu-
leg't að gerast í þeim þáttum, sem þeir
flytja á kvöldvökunum. Þjóðsagnaupplest-
ur og erindi í stíl við þau, er Óskar Clausen
hefir flutt öðru hvoru, er gaman á að hlýða.
Ég vil leyfa mér að nefna nokkur erindi,
er mér virðast óheppileg á kvöldvökunum:
Erindi Jóns Helgasonar biskups, um Jón
ritara, Jochums Eggertssonar, um skreiðar-
ferðir til Grímseyjar, Guðna Jónssonar, um
Sigríði í Skarðsnesi, Halldórs Stefánssonar
foi'stjóra, um Möðrudal á Fjalli, og Björns
K. Þórólfssonar, um Visa-Gísla. Enda þótt
öll þessi erindi væru að einhverju leyti góð,
voru þau of þurr og fræðileg, og of lítið
skemmtileg, til þess að þau ættu heima á
kvöldvökunum. Þeim hefði verið ætlað betra
í'úm hverju fyrir sig á einhverjum öðrum
kvöldum, þó ekki nema eitt í senn.
und ár —, hvar sem hann hefur far-
ið . .. og nú er hann ekki lengur ann-
að en skuggi. Hin eilífa leit hans að
dauðanum tekur aldrei enda. Mann-
legar tilfinningar, mannleg ást og
breytni, voru honum framandi og
þess vegna fær hann ekki að njóta
dauðans.
Þannig var Larra, syni arnarins,
refsað fyrir dramb hans, vonsku og
ofmetnað.
Isergil gamla stundi við og þagn-
aði. Hún laut höfði og tinaði. Síðustu
setningarnar hafði hún mælt fram
með hárri, næstum hótandi röddu —
sem þó um leið átti í sér fólgna mýkt
og hræðslu hins þreytta, bugaða
manns.
ÚTVARPSTÍÐINDI
337