Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Síða 4

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Síða 4
hvernveginn heyrðist á yður, að þér munduð vita eitthvað um það efni, sem almenningi er ekki Ijóst. — Já, veit — og veit ekki. Yður hefur skilizt það rétt — að vissu leyti. En þetta vil ég ekki ræða. Til þess er það of alvarlegt og of hættu- legt. Það eitt get ég sagt, að mér finnst að sumum hér muni ekki vera ljóst, hversu líðandi stund getur verið hættuleg fyrir alla framtíð ís- lenzku þjóðarinnar. — Þér töluðuð um raunir, sem vissulega biðu okkar? — Já, ég tel víst, að bæði aðdrættir og útflutningur lendi í molum. — Við hefðum getað búið okkur betur undir þetta með því að búa meira að eigin framleiðslu, en úr því sem komið er, verðum við að taka raununum eins og menn, með ró og vilja til að standast þær og yfirvinna. Þjóðin þarf að snúast ein- huga gegn örðugleikunum. — Gætuð þér bent á nokkra sér- staka vanrækslu hjá þjóðinni um að búa að sínu? — Of mikið hefur verið gert að því að senda óunnin hráefni úr land- inu. Síldarolían hefur verið seld ó- unnin fyrir „slikk“. Gróðinn hefur lent hjá þeim, sem unnið hafa úr henni. Svipað er að segja um þorska- lýsið. Með meiri kartöflurækt mætti spara korn. Fiskinn mætti nota meira, t. d. sem harðfisk. íslenzk ber og fjallagrös mundu vera talin til verðmæta annars staðar í heim- inum. — Þannig mætti lengi telja. — Þér sögðuð í útvarpserindinu, að við ættum að temja okkur dreng- skap — en það kostaði sjálfsafneit- un. Nú kem ég til yðar eins og ungl- ingurinn, sem kom til Krists og bað hann um að segja séf, hvað hann ætti að gera til þess að verða hólp- inn. í hverju viljið þér að ég og aðr- ir sýni drengskapinn? Skáldinu varð svarafátt í fyrstu, en fórust svo orð eitthvað á þessa leið: — Mér finnst menn almennt hugsa of mikið um eigin hag —- of lítið um ættjörð sína. Finnst ætt- jarðarástin aðallega fá útrás í söng — en væri fallegt og þarft, ef menn sýndu hana einnig í verki. Þjóðin hefur óspart tekið gæði landsins, en hirt lítið um að gefa því eitthvað í staðinn. Hingað til höfum við ekki haft neina herskyldu eða þegn- skyldu. Einstaklingshyggjan hefur verið mestu ráðandi, en ég held við hefðum gott af því að sameinast í vinnu fyrir land og þjóð. Mönnum er hollt að fórna einhverjum ákveðnum tíma úr lífi sínu fyrir eitthvað annað en sjálfan sig. Afnotagjöld í ýmsum löndum. Sp. Er nokkurs staðar eins hátt afnotagjald og hér? Hvað er það í öðrum löndum? Sv. Já, sums staðar er það helm- ingi hærra (t. d. í Þýzkalandi). Af- notagjaldið er í nokkrum löndum sem hér segir: Þýzkaland . . ísl. kr. ca. 62 Suður-Afríka . . . . 45 Nýja Sjáland . . . . 32 Noregur . . 30 Ástralía . . — 27 Ungverjaland . . . . 23 Sviss . . 22 Belgía . . 17 Portugal . . 19 Svíþjóð . . 16 Danmörk . . 13 Bretland . . — 13 432 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.