Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Qupperneq 5

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Qupperneq 5
Eknaton, egypzkur fornkonungur, sá er byggði borgir og hallir í El-Amarna. 2. erindi V. G. Þ. um fornminja- rannsóknir í Afríku verður flutt sunnud. 5. maí. — í þessu erindi segir hann frá ýmsum nýjustu rann- sóknum í Egyptalandi og löndunum þar fyrir sunnan allt til Kaplands. Musteri Hatchepsuts drottningar í Der- el-Bari, sem á seinni árum hafa verið grafin úr jörðu. Hallir þessar eru taldar með fegurstu bygging-um fornaldarinnar. Þær stafa frá eldri tímum en hinar forn- fræg'u, grísku hallir, og telja sumir nú orð- ið, að gríski byggingastillinn muni hafa orðið fyrir áhrifum frá þessari foimu bygg- ingalist Egypta. Fornminjarannsóknir Rannsóknirnar í Egyptalandi hafa nú staðið yfir um hálfrar aldar skeið og er þeim haldið áfram enn í dag. Sífellt hafa verið að finnast þar merkar byggingar, grafir og ein- stakir gripir. Af því, sem fundizt hefur á seinustu árum, eru kunn- astar grafir faraós Tutankhamens. En margt annað hefur líka fundizt, sem ekki er síður athyglisvert. Mætti þar til nefna hallir og borgar- rústir frá tímum faraós Eknatons, en hann reisti borg og hallir í El- Amarna og undir hans stjórn blómg- aðist ný list og nýtt trúarlíf, sem síðar fór forgörðum fyrir egypzku prestaveldi. Fyrir nokkrum árum hélt V. Þ. G. erindaflokk um svipað efni — og voru þau þá mjög vinsæl af hlust- endum. Þessi erindi hans nú eru að vissu leyti framhald af hinum fyrri, því að hinar nýju rannsóknir hafa varpað nýju ljósi yfir ýmislegt í þessu sambandi. Gömul egypzk standmynd. Hún á að sýna sltáldið frammi fyrir lista- og bókmennta- goðinu Þot (sbr. erindið). ÚTVARPSTÍÐINDI 433

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.