Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 11
„S æ t t u s t ! — Biddu guð fyr- ir þér! Nei, þá byrjaði fyrst fjand- skapurinn í fullri alvöru. Nei, þeir s æ 11 u s t ekki í þessu lífi“. Oddur þagnaði, en var svo und- arlega kímileitur, að það var eins og hann væri að líta yfir heila ævi, heilar raðir af ýmislegum atburð- um, ýmislegum minningum, sumum skoplegum en sumum alvarlegum. Loks mælti hann: „Ég er nú samt á því, að fjand- skapurinn hafi ekki átt djúpar ræt- ur, þótt hann væri óvinnandi á yfir- borðinu. Það furðaði margan, hvernig Jónas sálaði komst af með allt sitt skyldulið. Það hefði varla farið svo, hefði ekki einhver staðið honum ná- lægur. Ekki svo að skilja, að G r í m u r rétti honum hjálparhönd! Nei, mik- il ósköp! Til þess mátti hvorugur þeirra hugsa. En það eru til margar krókaleðiir. Alls staðar barst Jónasi einhver hjálp að, jafnvel þaðan, sem hann átti sízt von á henni. Hann var að vísu vinsæll sjálfur, en þó voru menn honum ótrúlega greiðviknir. Það var nú í þá daga talað margt um leyniþræði milli þeirra, sem mesta þægð gerðu Jónasi, og Grá- feldseyrar. Og skuldirnar hans. — Það vissi enginn hvað um þær varð. Þær hurfu, — gleymdust, voru „stryk- aðar út“ eða týndust. Og hver heldurðu, að hafi tekið börnin, hvert eftir annað jafnóðum og þau komust upp, og stutt þau til menningar? Konsúllinn gerði það. Það var frábær ættrækni! — Eða hvað finnst þér? K o n s ú 11 i n n kostaði dætur Jónasar í kvennaskóla, hann hjálpaði Þórarni syni hans til að komast í stýrimannaskóla í Noregi, hann kQstaði Jón, sem nú er í Naustavík, til þess að læra á orgel. — En allt saman í mesta pukri. Því að ekki mátti G r í m u r fyrir nok kurn mun komast að því! Jónas grunaði a 1 d r e i, hvern- ig í öllu lá. Og síðast, þegar Jónas heitinn lá banaleguna, — það var ekki nurl- að við neglur, sem þá var hjálpað upp á heimilið. Og þegar hann var dáinn, gerði Grímur sér ferð yfir um til ekkjunnar en — það var auð- vitað í hreppstjórnarer- i n d u m ! Nei, lagsmaður! — Það þarf sjaldgæft lundarfar til þess að halda við óbætanlegum fjandskap á yfirborðinu, beygja sig aldrei, sættast aldrei, kannast aldrei við það, sem menn hafa ofgert •— en vera óvini sínum jafnan ósýnilega nálægur, leita uppi allar þarfir hans til þess að bæta úr þeim, vaka yfir velferð allrar fjölskyldu hans, en h a f n a gersamlega þakklæti hans, — uppskera aldrei annað en fjand- skap og illindi frá hans hálfu. Slíka menn langar ekki til þess að s ý n a s t betri en þeir eru. — En nú skulum við ýta við for- manninum okkar, lagsmaður. Ég vona, að nú sé eitthvað skriðið á lóðina okkar“. Endir. Vizkukorn Rabindranth Tagore: Öxi skógarhöggsmannsins bað tréð um skaft. Tj-éð varð við ósk hennar. ... Sérhvert barn, sem fæðist, ber þess vott, að enn hefur guð ekki gefið upp alla von —• um manninn. ÖTVARPSTÍÐINDI 123

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.