Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 4
Fuglamál (framh. af bls. 306). voru horfnir, áin djúp og í vexti og ekkert vað á henni að finna, hvernig sem hann leitaði og leitaði. Meðan M. var nú að eigra þarna fram og aftur með ánni og leitast við að komast yfir hana, verður hann þess var, að yfir höfði hans svífur fugl einn, er hann hyggur að vilji verja sér að fara út í ána. Fugl- inn var svo nærgöngull honum, að M. hugði að þarna væri hræfugl, er vildi berja hann í höfuðið, en hann komst brátt að raun um annað, er hann heyrði fuglinn segja: „Vidd’-údí? — Vidd’údí? — Vidd - údí?“ Skildist M. þetta sem svo, að fugl- inn væri að spyrja sig: „Viltu útií? Viltu útí? Viltu útí?“ M. verður því allshugar feginn og segir, þó efablandinn nokkuð: „Ó-já! Víst vil ég útí!“ Kemur þá fuglinn enn og miklu nær en nokkru sinni fyrr, og segir: „Vadd’-údí! - Vadd’-údí! - 21,00 „Takið undir“ (Páll ísólfsson stjórnar). 21,55 Strokkvartett útvarpsins. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 22. marz. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 20.30 Leikrit: Sœluhúsið á Urðarheiði eftir Ilans Klaufa. Leikstjóri I. Waage. 21,00 Einsöngslög og kórlög úr óperum. 21,15 Upplestur: Har. Björnsson les smá- sögu eftir Holtmark Jensen „M. og K“. 21,35 Danslög. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 21.00 Dagskrárlok. M. lætur sér þetta að kenningu verða og veður út í ána, sem hon- um virtist fuglinn benda sér til, en svo djúp var áin þarna, köflótt og staksteinótt, að hann steypti stömp- um og svalg hið æðandi straumvatn svo, að hann sá ekki annað fyrir, en ævilok sín og endadægur. Loksins komst M. þó yfir ána, settist á ár- bakkann og lét renna úr fötum sín- um hið mesta. Fuglinn hafði svifið yfir höfði M. við og við, meðan hann var að brjót- ast um í ánni, en er hann var kominn heilu og höldnu til lands og setztur að þarna á árbakkanum, kemur fugl- inn enn til hans og segir, að því er M. virtist, spyrjandi og storkandi: „Vaddu vodu? — Vaddu vodu? — Verður þá M. gramur í geði, kall- ar til fuglsins og segir: „Ójá, víst varð ég votur, og það er þér að kenna, ófétis krákan þín!“ Svarar fuglinn þá þessum ónota- orðum glaðkampalega mjög og segir: „Viddu-ði! — Viddu-ði — Viddu- ði!“ Tók nú M. til að vinda spjarir sín- ar og þerra sig; bjóst hann ekki við að sjá þessa „ófétis-kráku“ oftar, en hún kom samt og sagði, skríkjnadi mjög og skrækróma, hlakkandi af gleði og kátínu: „O-hæ! — O-hæ! — O-hæ! — O- hæ!“ Flaug fuglinn síðan í brott og skildi þá með þeim M. og honum. Fuglinn heitir Jaðrakan, oft nefnd- ur Jaðreka eða Jarðreka. Fyrsta nafnið er rétt (latn. nafnið á tegund þessari er: Scolopax aegocephala). Hann er fagur mjög, líkur spóa, en minni. Hann er tíður gestur í ný- slegnum túnum og tínir þar maðk með einkennilegri aðferð (sbr. grein um þetta efni í Lögréttu 1925). J. P. 308 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.