Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 9
Skagafirði. Kunningi hennar spurði hana , hvar hún ætti heima: Ég í steini bundin bý, bási meina þröngum. Geisla hreina á þó í andans leynigöngum. Seint í sumar er leið gerði hret nokkurt, svo að reknetabátar á Sauð- árkróki urðu að hætta veiðum um hríð. Um þetta leyti frétti Ólína, að stúlkukind hefði legið úti eina frost- nóttina — en þarna um slóðir er nú nokkurt brezkt setulið. Um þetta kvað hún: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum, þó að hreti æskan er á reknetaveiðum. Blómstraði ástin undra fljótt, ung var gróðrarstöðin, en hrædd er ég um að hafi í nótt hélað efstu blöðin. Þessa vísu kvað hún til einnar tízkumeyjar: Þig hefur tál og tízka villt til að mála kinnar, en gæt að prjálið geti ei spillt göfgi sálarinnar. Konráð á Brekkum er oft glettinn í kveðskap sínum. í tíð Hermanns á Hólum datt fjós- þakið, sem var úr torfi, inn á kýrnar. í þann tíð þótti Konráði — og raun- ar fleirum — búfræðingar frá Hól- um oft óákveðnir í svörum, ef þeir voru spurðir um búfræðileg efni. Sögðu það mundi ,,aðallega“ vera svo eða svo — eða þá „yfirleitt“. — Þessu kom Konráð fyrir í stöku: Fjós á Hólum hrundi eitt, hleyptu menn í brýrnar. Aðallega og yfirleitt ætlaði að drepa kýrnar. Konráð er nú 85 ára að aldri. — Nýlega kvað hann þetta: Áður mér í æðum svall æska, fjör og kraftur, en nú mig allir kalla kall, en kannske ég fæðist aftur. Ólafur á Hellulandi slær svo botn- inn í þennan samtíning sinn með vísu eftir Friðrik Hansen, sem þannig er til orðin, að hann (Ólafur), var eitt sinn að lofa F. að heyra vísur, er hann hafði nýlega' fiskað upp á ferða- lagi. Lét Ólafur þá þau orð falla um einhverja vísuna, að sú mundi ekki þurfa hjálp prentsmiðjunnar til þess að komast landshornanna á milli. Þá kvað Friðrik: Þó að vísan þyki góð og þjóti víðan bláinn, alltaf verður óort ljóð innsta hjartans þráin. Ath.: Sönglagasafnið ,,Fjóla“ kom út 1934; ekki 1940, eins og misprent- azt hafði í síðasta tbl. Vizkukorn Ruunveruleg mikilmenni eru aðeins þeir, sem þola enn þá meiri menn við hlið sér. Ahugalaus sál er eins og bogi með slökum strengjum. Aldrei skilur maðurinn til fulls, hve heimurinn er stór, fyrri en liann hefur scnt börn sín út í heiminn. ÚTVARPSTÍÐINDI 313

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.