Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 09.03.1941, Blaðsíða 8
inum, stingur Gísli þessari vísu í lófa hans: Stúlkur þáðu kærleikskraft, kvölds í bráðu þrautum. Þær hafa áður aldrei haft yl frá ráðunautum. Um þetta námskeið kvað Stefán Vagnsson, er menn voru að spyrja Pál Z., hvort kýr létu ekki lilla við olíukökum, er Páll var að ráðleggja bændum að gefa hámjólka kúm: Fóðursálma söng hann hér, sízt það tálmar rökum, en gömlu Hjálmu óglatt er af olíu- og pálmakökum. Ragnar Ásgeirsson hélt fram á- gæti Eyvindarkartöflunnar til útsæð- is. — Um það kvað Stefán: Sízt er Ragnar seinvirkur né svaraloðinn. Hjá honum er þó Eyvindur ei enn þá soðinn. Og þetta um Helga: Helgi er á velli vænn — það veit ég sérðu — og ekki líkt hið innra grænn sem utanverðu. Hrafna hreiðrið. Einhverju sinni sátu þeir Gísli Ól- afsson og Jón Pétursson frá Eyhild- arholti að kaffidrykkju hjá Friðriki Hansen kennara á Sauðárkróki. Var þá látið fjúka í kveðlingum eins og títt er þar um slóðir — en heldur þótti iðjan ganga stirt, því þetta var á bannöldinni og Bakkus í sárum. Segir þá Gísli Ólafsson: Mundi vakna vorsins þrá og vaxa gróður nálar, drypi frjódögg einhver á eyðimörku sálar. Þá kveður Jón Pétursson: Að oss gleði er hér veitt ávextirnir sanna. Hérna legg ég eggið eitt endurminninganna. Friðrik Hansen kvað þá: Veit ég það, að vor og skúr vona blómum hlynna, en hvenær kemur unginn úr eggjum ljóða þinna. Jón hugsar sig nú um litla hríð meðan hinir skemmta sér við, að nú sé hann kominn í klípu. Svo segir hann: Litla stund, ef ligg ég á lýðir vænta mega, að þeir fái alla að sjá ungana mína fleyga. Ólína JónascLóttir. Einhverju sinni sagði ísleifur Gíslason við Ólínu Jónasdóttur (syst- ur Hallgríms kennara við Kennara- skólann). Aldrei sé ég ættarmót með eyrarós og hrafni. Ólína botnaði: Þó er allt af einni rót í alheims gripasafni. Nokkru eftir að Ólína varð ekkja, bjó hún á bæ, þar sem íbúðarhúsið var úr steini, en það var þá fátítt í 312 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.