Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Page 12

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Page 12
Útvarpið. Þegar ég var lítill drengur, heyrði ég einhvern frænda minn segja frá því, að í öðrum löndum væru til mjög merkileg tæki. Ef talað væri í slík tæki t. d. í Reykjavík, myndi það heyrast um allt ísland. Væru þetta ekki beinlínis galdrar, hlaut það að vera mjög merkilegt! Þetta voru fyrstu kynni mín af útvarpi. Þekking mín á framförum í út- varpstækni er reyndar enn mjög takmörkuð. Hin mikla tæknis- og vélaöld ryður nú framförum og stór- viðburðum svo hratt fram, að enginn hefur svigrúm til þess að undrast. Og viðtækin eru ekki lengur ein- hver ókunn galdratæki í hugum okk- ar sveitafólksins, heldur einn sá hlut- ur heimilanna, sem við vildum allra sízt án vera. I fámenni og einangrun sveitalífsins, skapar útvarpið mesta tilbreytingu. Heimilisfólkið verður ánægðara við hinar daglegu annir, hlakkar til þess að ljúka þeim og njóta síðan sem bezt síns fræðandi, skemmtandi kunningja — útvarps- ins. ítalskar stöðvar Sænskar stöðvar m krið/sek m krið/sek 31,15 96°0 49,46 6065 31,02 9670 31,47 9535 25,40 ■ 11810 19,80 15155 19,61 15300- 16,84 17820 Norskar stöðvar Finskar stöðvar m krið/sek m krið/sek 25,56 11735 49,02 6120 3158 9500 25,47 11780 19,75 15190 Á þeim bæjum hér í sveit — en þeir eru fáir — sem ekki hafa út- varp, er það víða siður, að fólkið „skreppur“ á hina bæina til þess að „hlusta“. Oft er þá rætt um útvarpið. Er það góð tilbreyting frá of venjulegu umræðuefni um mæðiveiki, verðlag, smjörframleiðslu o. þ. u. I. Ég tel, að útvarpið sé mikill meun- ingarauki hverju heimili, þ. e. a. s. sé það notað á réttan hátt. Hlustend- ur þurfa að kynna sér dagskrárnar og læra að velja og hafna. Sumir hafa bent á, að vegna út- varpsins hafi margir þjóðlegir siðir lagzt niður, t. d. sá, að heimamenn læsu upphátt á kvöldvökum. Þetta er að sumu leyti rétt, en stafar af því, að of mikið er hlustað. Útvarpið er þá látið hafa of mikið vald á hlustendunum, en hættir þá oftast um leið að ná tilgangi sínum. Og þar sem það á sér stað, að ekki er hlustað, en tækið er samt sífellt. látið glamra, er það orðið sem óþekk- ur krakki, að öðru leyti en því, að hægt væri að skrúfa fyrir það, en ekki óþekktarangann, því að enn eru uppeldisvísindin ekki komin á það þróunarstig! Það helzta, sem ég tel að færzt hafi í áttina til menningarlegra fram- fara vegna útvarpsins, er þetta: Hlustendur fá aukna möguleika til þess að skapa sér hugmyndir og skoð- anir á hinum ýmsu viðfangsefnum lífsins. Kynnast ýmsum bókn.enntum og höf. þeirra. Menn sjá í biartara ljósi margt það, sem nú gerist með þjóðum. — Menn fá líka gott for- 364 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.