Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 2
ALÞÝÐ Eftirfarandi vísur eru eítir Rafn Júlíus Símonarson. Hann var Skagfirðingur að ætt, en dvaldi síðustu æfiár sín í Vest- mannaeyjum og dó þar um sjötugt, árið 1933. Rafn hefur verið hagmæltur vel. Ort f. aldamót: Flestar kápur fara eins fjárhagsmálatíkinni, hót ei reiðast höggi beins hundarnir í Víkinni. Siglingavísa: Stoðin reiða hristist há hroða leiði spáir, gnoðar breiðum brjóstum frá boðar freyða gráir. Um prest. Hann, sem lakur hirðir er hitans spakur nýtur, meðan hrakin, hryggjarber hjörðin klaka brýtur. Heimsádeila. Met ég fátt við mannkynið, mun þó sáttur una. En mér er grátt í geði við guð og náttúruna. Veggfóður Veggfóðurslím, gólfdúkar, gólfpappi og gólfdúkalím er bezt að kaupa fyrir 14. maí VEGQFÓÐURSVERZL UN Victors Kr. Helgasonar Hverfisgötu 37. Sími 5949. ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega atS vetrinum, 28 tölubl. 16 blai5sI5ur hvert, og hálfsmánaSarlega aS sumrinu, 8 siSur I senn. Árgangurmn kostar kr. 7,50 til áskrifenda og greiSist fyrirfram. í lausasölu kostar heftiS 35 a. Ritstjörar og ábyrgSarmenn: GUNNAR M. MAGNÚSS, Vegamótum, Seltjarnarnesi JÓN ÚR VÖR, Ásvallag. 5. AfgreiSsla t Austurstræti 12. — Slmi 5046. Útgefnnili! H/f. Hlusfandinn. ísafoldarprentsmiSja h/f. Orðinn smeykur lífs við leik, lukka veik það styður. Ég sem eikin ellibleik óðum heykist niður. Síðasta vísan. Finna skjól í feigðarbyl, firrast njólu svarta, þeir er sól og sumaryl sífellt ólu í hjarta. Smælki. það, sem er gamaldags í dag er nýjasta tízka eftir tíu ár. Hann: Vitringarnir búa til máltæki, og fíflin endurtaka þau. Ilún: Hvaða vitringur bjó nú til þetta máltæki. Jón vildi senda krans á leiði vinar síns. Ilann símaði til blómaverzlunar og bað um krans. Á borðanum stóð: „Sofðu í friði“ og ef að rúmið leyfir: „Við hittumst í himnaríki". Stundin deyr---------- Stundin deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvort óséð — eða liðin. E. Bcn. 394 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.