Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 10
Ný rödd í útvarpinu Jón Björnsson syngur gamanvísur með gítarundirleik á sunnudags- kvöldið 27. apiúl. Jón er málari að iðn, hefur dvalið við nám í Svíþjóð um tveggja ára skeið og kynnzt sænskri hljómlist. — Hljómlistin er tómstundagaman mitt, segir Jón, — ég hef yndi af söng, og stundum hef ég sungið á skemmtunum í ýmsum fé- lögum, en aldrei komið í útvarpið fyrr. Ég syng sænska og íslenzka texta, sjómannalög og fleira. Bell- mann er eftirlætisgoð mitt. Þætti mér gaman, ef sæmilega tækist til í þetta sinn, að syngja seinna Bell- mannssöngva eingöngu. Ég man bara að ég sagði: „Svo sann- arlega, sem ég hef verið þér trú eig- inkona, tek ég guð til vitnis um það: Þú skalt ekki framkvæma þetta illa áform, þú mátt ekki rjúfa eiðinn. — Fyrr en þú fáir unnið slík helgi- spjöll, skal annað hvort ég verða ekkja eða Hemangini skal deyja“. Síðan hné ég í ómegin. Þegar ég raknaði við aftur, var enn ekki dag- ur. Fuglarnir þögðu. Maðurinn minn var farinn. Allan þennan dag hélt ég til í bænahúsinu okkar og baðst fyrir. — Um kvöldið skal á fárviðri. Það voru þrumur og eldingar og regnið foss- aði niður og húsið lék á reiðiskjálfi. Þegar ég sat samanhnipruð fyrir helgidóminum, bað ég ekki guð minn að halda verndarhendi sinni yfir manninum mínum vegna óveðursins, þó að hann hlyti að vera staddur í lífsháska úti á fljótinu, einmitt á þessari stundu. Ég bað um, að hvað sem fyrir mig ætti að koma, þá mætti maðurinn minn verða frelsaður frá því að drýgja hina miklu synd. Nóttin leið. Allan hinn næsta dag Drög að dagsl<rá viltuna frá 4. maf tlI 10. maf Við tökum upp þá nýbreytni að birta út- drátt úr viku dagskrá fram í tímann. — Þetta, eru aðeins aðalatriöin. í næsta blaði kemur svo dagskráin í heild. Hljómleikar, barnatímar, fréttir og aðrir fastir liðir eru á sínum venjulegu tímum. Sunnudagur U- maí. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). Sálmar: 656, 106, og 673, 154, 574. 20.20 Erindi: Hverju er að tapa? (Grétar Fells). 21.00 Upplestur: Afbrýðissami rakarinn (Friðfinnur Guðjónsson). Mánudagur 5. maí. 20.30 Um daginn og veginn (Pétur Otte- sen). 20.55 Útvarpssagan. 21.25 Útvarpshljómsv.: Rússnesk þjóðlög. Einsöngur: Björgvin G. Jóhannesson. þriðjudagur 6. maí. 20.30 Erindi: Vertíðin, sem leið (Árni Frið- riksson). Miðvikudagur 7. maí. 20.30 Erindi: Lofthernaður og loftvarnir (Agnar Kofoed-Hansen). 20.55 Takið undir! (Páll ísólfsson). 21.30 „Séð og heyrt“. Fimmtudagur 8. maí. 20.30 Minnisverð tíðindi (Sigurður Ein- arsson). 21.00 í ritstjórnarskrifstofunni (Þorsteinn Jósefsson). Föstudagur 9. viaí. 20.30 Útvarpssagan. 21.05 Garðyrkjuþáttur (Jóhann Jónasson). Laugardagur 10. mal. 20.30 Upplestur: Ólafur stóri; frásaga (Jón Thorarensen prestur). 21.00 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. lá ég á bæn. Um kvöldið heyrði ég að rjálað var við dyrnar og það var barið. Þegar hurðin hafði veriti sprengd upp, fannst ég liggjandi á gólfinu, meðvitundarlaus. Og ég var borin til hvílu minnar. Frh. 402 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.