Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 21.04.1941, Blaðsíða 8
slíkum erindum er mikil þörf, en þeir voru víst líka all margir sem hneyksl- uðust. Voru það ekki sízt þrifnar konur, sem hafa haldið mig fara með staðlausa stafi. En sannleikurinn er sá, að ég laug engu, ég legg það ekki í vana minn, en er stundum berorð- ur. Það er engin nýjung, að ein þjóð þykist öðrum þjóðum ágætari. Sum- ar þykjast búa í „heimalandi Guðs“, aðrar vera hans „útvaldi lýður“, og aðrar vera náttúruúrval og „yfir- burðaþjóðir". Ekki er laust við að Islendingar hafi reynt að telja sér trú um, að þeir væru öðrum þjóðum gáfaðri og betur menntir, en áður en alíkt verður með sanni sagt, þarf mikill fjöldi manna í landi voru, ungra og gamalla, að læra hina ein- földustu mannasiði, er gera um- gengni þeirra við aðra menn þægi- lega. Það er ekki þægilegt að taka í hendur þeirra manna, sem snýta sér í lúkurnar, að manni ásjáondi. Það er ekki þægilegt að tala við menn, sem eru seinir og þumbaralegir við afgreiðslu. Það er ekki þæg’legt að búa á meðal manna, sem ekki kunna að ganga prúðmannlega um hús að nóttu sem degi. Það er ekki þægilegt að samstarfa mönnum, sem hvorki knnna stundvísi né orðheldni, og svo mætti lengi telia. en allt eru þetta þvðingaTTnikil atriði í menn- ingu, sem eiga að gera alla sambúð manna þægilega. — En óþrifnaðurinn heldur velli. Hverm'g væri að fá hjá yður ofur- litla viðbótarádrepu um hann? — Velkomið, þar duga ekki orðin tóm, þótt áminningar og skammir kunni einhverju að orka. Eftirlits- levsið er svo tilfinnanlegt á öllum sviðum. Stássmeun. sem sitia ein- hvers staðar á skrifstofum geta ekki verið eftirlitsmenn. Eftirlitsmenn, á 400 hvaða sviði sem er, þurfa að ferðast mikið. Þetta gildir bæði um mennta- mál og öll önnur almenn mál. Það örfar ekki mjólkurlystina, að sjá margþvældum dagblöðum troðið með lokum mjólkui'brúsanna, sem fluíttir eru á bátum eða bílum til Reykjavíkur. En þetta hef ég séð nýlega. Einhverjar aðrar druslur eru auðvitað engu betri. Þá sýna síð- ustu skýrslur, að lúsin þrífst enn mæta vel í landi voru, og skipta þau börn þúsundum, sem enn bera lús í höfði sér. I einum landshluta hafa 50 fjölskyldur ekki salerni, segja skýrslurnar, og víða eru fjósin not- uð sem vanhús. Það var um tíma, að mér þótti hrá egg eftirsóknarverð, en eftir að hafa séð hænsnin ganga í flór og mykjuhaugum, hef ég misst lystina. í seinni tíð hefur menntun kvenna víða farið betur fram í gólf- gljáun, en uppþvotti mataríláta. Ég stend enn á þeirri staðhæfingu, að helmingur vaxinna kvenna í landi voru kunni ekki að þvo matarílát vel. Þar ríkir enn bæði subbuháttur og hálfþrifnaður. Þá er höfuðstaðurinn mjög óþrif- inn bær. Austurstræti er stundum sónað í brakandi þurrki kl. 11 f. há- degi. Hvar mundi slíkt þekkjast um aðalgötu bæiai’, nema í Reykiavík, að verið væri að sópa hana þurra, þegar umferð er komin í algleymi. Tiögregdusamþvkkt bæiarins er illa framfvlgt viðvíkjandi ýmsu, sem að þrifnaði og kurteisi lýtur. Satt að segia er ég að þreytast á að tala um þetta. því að það er eins og að berja höfði við steininn. Blöðin og útvarp- ið gætu þó komið fram verulegri siða- bót, ef gengið væri vel að verki og sömu atriðin væru endurtekin dag eftir dag, en samfara væri svo strangara hreinlætis eftirlit. Eng- inn bær á tilverurétt, sem ekki megn- ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.