Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 2
Einhverju sinni barst Pétri í Málaran-
um það til eyrna, að strákangi einn hefði
sopið á málefni (þ. e. efni í málningu)
og orðið bumbult af. Pétur spurði strax
hvort þetta hefði verið Hörpumálning, og
var hQnum tjáð að svo hefði verið. „Jæja,
það má þá með sanni segja, að drengur-
inn sá hefur liðið fyrir gott málefni“,
sagði Pétur.
Sigurður hefur maður heitið og búið á
Vestfjörðum og var kallaður „lengri“. Hann
þótti oft upn of við öl á sínum fyrri dög-
um og kom oft fyrir sjjslumann og var
hinn orðslyngasti. Hér kemur brot úr
yfirheyrzlu:
Sýslumaður: Neitar þú því að þú hafir
verið fullur.
— Fullur var ég ekki, en kannske dá-
lítið svínkaður, svaraði Sigurður.
— ,,Svínkaður“? Hvað er nú það?
Hvaða munur er á því, að vera „svink-
aður“ og fullur? spurði sýslumaður.
— Það skal ég segja yður, sýslumaður
góður, sagði Sigurður. Fullur er maður,
þegar maður getur hvorki staðið eða geng-
íð eða setið eða legið.
— Nú, en ,,svínkaður“?
— Það er þegar maður getur legið, svar-
aði Sigurður.
Dómarinn: — Þér eruð nú dæmdur til
dauða. Ég vona að það verði yður til við-
vörunar eftirleiðis.
Svohljóðandi auglýsing birtist í Vísi
tyrir skörnmu: ,,Tva:r stúlkur, sem vinna
úti i bæ, óska eftir herbergi. Eru ekki í
brezka ástandinu".
Gömul vísa.
Flaskan mín er gæðagull
glatt mig hefur oft í sinni.
Við skulum bæði vakna full,
vina mín, i eilífðinni.
Höf ókunnur.
ÚTVARPSTlÐINDI
koma út vikulega at5 vetrinu , 28 tölubl.
16 blaösiður hvert. Árgangurinn kostar kr. 10,0D
til áskrifenda og greiöist fyrirfram. í lausasölu
kostar heftiö 40 aura.
Ritstjórar og ábyrgtSarmenn:
GUNNAR M. MAGNÚSS,
Vegamótum, Seltjarnarnesi
JÓN ÚR VÖR,
Njálsgötu 23.
Afgreiösla á Njálsgötu 23. Sími 5046.
Útgefaiidi: II/í. Hlustnndlnn.
ísafoldarprentsmiðja h/f.
TIL KAUPENDA.
MeS þessu tölublaði hefst 4. árg. Út
varpstfðinda. Kemur blaðið út vikulega,
16 síður í hvert sinn, og mun flytja fjöl-
breytt efni og myndir eins og efni standa
til. Á þessu ári hefur dýrtíðin aukizt hröð-
um skrefum, og örðugleikar við útgáfu
vaxið, einkum sökum pappírsvandræða.
Pappír hefur hækkað gífurlega í verði,
einnig prentunarkostnaður allur, mynda-
mót og öll vinna hækkar samkvæmt vísitölu
mánaðarlega. Þetta orsakar það, að óhjá-
kvæmilegt er að hækka verð Útvarpstíð-
inda með þessum árgangi upp í 10,00 kr.
Þetta er þó tæplega nóg hækkun, til þess
að blaðið sé á öruggum f járhagslegum
grundvelli, en aftur treystum við á aukna
útbreiðslu blaðsins og vinsældir. Öll blöð
og tímarit hafa iú stórhækkað í verði og
mun þessi hækkun sízt koma kaupendum
blaðsins á óvart. Því að gamla verðið var
ákveðið fyrir ári síðan, og síðan hefur
verðlag allt tekið miklum breytingum.
Blaðinu hafa borizt í sumar 2 0 0 n ý i r
áskrifendur, en með þessum nýja
árgangi hefjum við sóknina með meiri
krafti en fyrr, því að takmark okkar er að
hækka kaupendatöluna um 1000 á þessu
ári.
Vinsamlegast,
Útgef.
Meðal efnis, sem verður að bíða næsta
heftis vegna þrengsla, er Orðabelgur eftir
Björn Sigfússon og ritstjórnargrein um út-
varpið.
Sendið „raddir hlustenda“.
2
ÚTVARPSTlÐINDI