Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 14
Drög að dagskrá 2.— 8. nóv. Sunnudagur 2. nóv. 20.30 Upplestur: „Kóngsbrúður" (H. Hjv.). 21.10 Takið undir. Mánudagur 3. nóv. 20.30 Um daginn og veginn (V. Þ. G.). 21.00 Um ung'barnaeftirlit (Katrín Thor- oddsen). ÞritSjudagur 4. nóv. 20.30 Pljótshlíðin (Sveinbj. Högnason). 21.00 Tríó Tónlistarskólans. Miðvikudagur 5. nóv. 21.00 Kvöldvaka: Upplestur: Úr kvæðum Guðmundar Inga (Arni Pálsson). Fimmtudagur 6. nóv. 20.30 Minnisverð tíðindi. 21.00 Upplestur: Fokker flugvélasmiður (Hersteinn Pálsson). Föstudagur 7. nóv. 20.30 Útvarpssagan „Glas læknir“. 21.00 Strokkvartett útvarpsins. Laugardagur 8. nóv. 20.30 Gamanvísur (Alfreð Andrésson). 21.00 Upplestur: „Pyrirgefðu mér“, saga eftir J. Kessel (Jón Sig. kennari). 21.15 Útvaivstríóið: Einleikur og tríó. 21.35 Danslög. skáldsins, er þetta bæði fallegt og sjálfsagt gagnvart minningu hans. En urn leið ber að varast, að Hall- grímur verði einungis hið ytra tákn meðal þjóðarinnar, tákn í stórum byggingum, en sálmar hans sem byggja upp og styrkja sálina — göf- ugasta musterið — verði æ minna lesnir. Til þess að forðast þá hættu, mætti meðal annars hafa þá reglu, að ferma ekkert ungmenni, án þess að láta það eitthvað læra í Passíusálm- unum. Þeirri reglu hefi ég fylgt frá byrjun í mínu starfi. — En bezta leið- in væri fullkomin og fögur þjóðarút- gáfa af öllum kveðskap Hallgríms, og ýtarleg ævisaga samboðin minningu hins ódauðlega og mesta trúarskálds íslendinga. Jón Thorarensen. Þann 1. nóvember verður minnzt 100 ára afmælis merkiskonunnar Kristínar Pálsdóttur að Ósi í Bol- ungavík. Ilún var gift Ólaíi Gissur- arsyni frá Selárdal í Súgandafirði og hafði hann forráð sveitar sinnar í flestum málum langa tíð. Fyrir margra hluta sakir var heimili þeirra hjóna að Ósi eitt af mestu fyrirmynd- arheimilum við ísafjarðardjúp á seinni hluta 19. aldar. Fór þar sam- an gömul þjóðleg menning og trú á hið nýja, sem um þær mundir ruddi sér til rúms. Fyrir atbeina Kristínar, mátti heimilið kallast hússtjórnar- skóli fyrir ungar stúlkur, er þar dvöldu. Kristín eignaðist fyrstu saumavél- ina, sem í sveit hennar kom, einnig fyrstu prjónavélina þar um slóðir. Lærði hún af mikilli prýði að vinna með þessum nýju tækjum og frá heimili hennar breiddist út áhugi fyr- ir þessum ágætu verkfærum. Skal í 14 ÚTV ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.