Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 4
kringlu. Mun Helgi Hjörvar annazt þetta. Hann mun einnig taka við Út- varpssögunni þegar líður að jóla- föstu, og ef til vill lesa háðsögu eftir norska skáldið Johan Falk- berget. Nokkrir aðrir fastir liðir, sem verið hafa að undanförnu, munu haldast, s. s. Um daginn og veginn, Minnisverð tíðindi og Kvöldvökurnar. — En svo eru það leikritin? — Ég býst við að leikritaflutning- ■ ur verði með minnsta móti í vetur. Stafar það meðfram af því, að mjög erfitt reyndist síðastliðið ár, og er enn miklum erfiðleikum bundið, að æfa leikrit fyrir útvarpið, vegna vöntunar á húsnæði til æfinga. Út- varpið hefur aðeins einn æfingasal, og verður að æfa þar alla tónleika, sem fluttir eru, en þar við bætist, að brezka setuliðið hefur aðgang og aí'- not af útvarpssalnum sex daga í viku hverri frá kl. 4—6 e. h., en flestir leikarai’nh' eru bundnir störfum fyrri hluta dagsins og geta ekki sinnt leikæfingum fyr en undir lcvöld eða að kvöldinu, og þá eru húsakynni lít- varpsins venjulega í notkun. Úr þess- um vanda mun þó verða reynt að leysa eftir föngum og standa yfir samningar við brezku herstjórnina um notkun æfingasalarins. Hvað tón- listinni viðvíkur vildi ég helzt vísa til tónlistarstjórans, Páls ísólfssonar, get einungis getið þess, að ég tel lík- legt, að sanmingar takist um það við Tónlistarskólann, að kennarai- hans komi vikulega fram í útvarpinu, ým- ist sem einleikarar eða fleiri saman. Er gert ráð fyrir því, að skiptist á þríleikar, tvileikar, einleikar og 8—12 manna hljómsveitir. Við útvarpið starfa auk þess sex fastráðnir hljóm- listarmenn, sem legg.ja til mikið og fjölbreytt efni í dagskrána, eins og kunnugt er. — Ilafið þér orðið varir við, að hlustendur telji tónlistinni gert of hátt undir höfði á dagskránni í hlut- falli við hið talaða orð? — Um þetta eru skoðanir manna mjög skiptar, en þó að þetta kunni að vera rétt, þá er það mín skoðun, og hún er byggð á reynslu, að sak- ir fámennis okkar, sé ekki unnt að útvega meira af boðlegu efni — fyr- irlestrum og upplestrum —, en nú er gert. Þó að við höfum allmarga góða fyrirlesara, þá er tala þeirra samt ekki há og mætti segja að flest- ir þeirra yrðu fljótlega of gamal- kunnir hjá hlustendum til þess ao vekja sérstaka athygli. Þegar nýja brumið er farið af fyrirlesaranum, fer fólk að hafa orð á þvi, að honum sé að fara aftur, enda þó slíku sé alls ekki til að dreifa í raun og veru. — Ilafið þér orðið þess áskynja, að fólk sé ekki ánægt með útvarp- ið og telji það ekki fyllilega rækja þær skyldur, er þvi ber sem menning- arstofnun ? — Það er víst ekkert útvarp til í víðri veröld og ekkert það land til í heiminum, þar sem útvarp er starf- andi, að „fólki“ þyki það ekki bregð- ast skyldu sinni. Annars er talið um útvarpið s'em menningarstofnun oft og einatt út í bláinn. Útvarpið starf- ar ekki sem skóli eða rannsóknar- stofnun, það er aðeins farvegur fyrir þá menningu, sem til er með þjóð- inni. — Að vísu mun smám saman myndast sérstök útvarpsmenning, þ. e. a. s. menn æfast í því að semja fyrirlestra við hæfi útvarpsins, segja 4 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.