Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 5
hugsanir sínar í stuttu gagnorðu og ljósu formi. Eitt af því, sem við eig- um við að stríða, er það, að sumum iiættir til að semja erindi sín eins og greinar í tímarit, þeir taka of mik- ið með af aukatriðum í upphafi máls- ins og verða svo að fella af áður en þeir liafa gert aðalatriðunum full skil, því útvarpserindi mega ekki vera hing. Þeir, semtstundum eru kallað- ir vinsælir menn í útvarpinu, eiga vaíalaust vinsældir sínar að þakka því, að þeim tekst að sigla fram hjá þessu skeri. Það mætti líka telja það fram sem cinn örðugleikánna á vegi útvarpsins okkar, að litil rækt hefur verið lögð við ræðuflutning og framsetningu í rnæltu máli í menntastofnunum lands- ins. í þessu efni ætti útvarpið smám saman að geta áorkað töluverðy til lagfæringar. í raun og veru ætti eng- inn að fá að flytja erindi í útvarp í fyrsta skipti, án þess að liafa áður verið vandlega æfður og gagnrýndur af duglegum talkennara, sem jafn- framt færi vandlega yfir handritið og færði framsetninguna sem næst mæltu máli. En á meðan ekki eru einu sinni til neinar reglur um fram- burð á íslenzku máli, en hver syngur með sínu nefi, er þetta ekki auðvelt í framlvvænid. E. t. v. verður þess ekki langt að bíða, að nokkuð rætist úr þessu hjá okkur. En eftir þeirri reynslu, sem ég hef haft af útvarps- starfseminni hér á landi í þessi 10 ár, sem Ríkisútvarpið hefur starfað, geri ég mér engar vonir um að minná’ en lieilan mannsaldur þurfi til þess að koma þessum málum í viðunandi horf. — Teljið þér ekki að ol’ litlu fé sé Guðm. fíöðvarsson: Ný bók vænlanleg innan skamms Guðmundur Böðvarsson birti fyrstu kvæði sín á víð og dreif i tíma- ritum og blöðum. Þótti þegar sýnt, að hann hafði hylli skáldgyðjunnar. Nú hefur hann gefið út tvær ljóða- bækur og náð almennri viðurkenn- ingu, sem eittliveit bezta og snjall- asta skáld hinnar yngri kynslóðar. Guðmundur er upprunninn Borgfirð- ingur og býr nú á óðali sínu, Kirkju- bóli í Borgarfirði. Bækur hans eru: „Kyssti mig sól“ og „Hin hvítu skip“. — Á kvöldvökunni þ. 20. okt. les Árni prófessor Pálsson upp úr þessum ljóðabókum Guðmundar. Ný ljóðabók er væntanleg innan skamms eftir Guðm. Böðvarsson. varið til dagskrárstarfseminnar, og að með auknum fjárframlögum mætti gera dagskrána betur úr garði? — Ég held, að fjárskortur sé ekki versti þröskuldurinn á vegi út- varpsins, nema þá að því leyti, að við hefðum þörf fyrir fleiri fasta starfs- menn til að vinna að dagskránni, en að öðru leyti býst ég ekki við að út- varpið breytti mjög um svip, þó að það hefði helmingi meira fé til um- ráða en það hefur nú. í>að eru til hlutir, sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga, ýTVARPSTÍÐINDJ

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.