Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 8
Hans Kirk:
GRAFREITURINN
Bose fovstjóri opnaði dyvnar og
leifturhraði færðist í öll vinnubrög’ð
í skrifstofunni. Bókarinn laut dýpra
yfir viðskiptabókina og fingur stúlkn-
anna fóru hamförum urn ritvélarn-
ar. Bose var þriflegur og rjóður. —
Hann hafði reglulega andlitsdrætti,
þótt feitlaginn væri, snöggklippt yfir-
skegg og lítil augu.
Hann heilsaði starfsfólki sínu ást-
úðlega og hengdi upp hattinn. „Góð-
an daginn, dömur mínar og herrar“,
sagði hann glaðlega. „Ég kem heldur
seint í dag. — Þið hafið lokið morg-
unandaktinni?"
„Við höfðum þessa fimm mínútna
þögn“, svaraði bókarinn dauflega.
„Ágætt! Prýðilegt! Sjálfur gaf ég
mér tíma til hugvekjustundar á leið-
inni hingað. 1 sporvagninum, dömur
mínar og herrar. Það skiptir engu
máli, hvar við erum stödd, ef við að-
eins höfum vakl yfir hugrenningum
okkar. Ungfrú Sörensen, við verðurn
að hengja upp nýjan flugnaveiðara.
Ileyndar er þaö ekki mannúðlegt . .“
Forstjórinn hleypti brúnum og
starði á flugnaveiðarann, sem hékk
niður úr loftinu. Þar suðuðu og sprikl-
uðu hálfdauðar flugur.
„Ætli þær kveljist mikið. Ég héf
aldrei getað horft á dýr kveljast. Það
spillti ánægjunni í brúðkaupsferð
okkar hjónanna, hvað ítalir fara illa
með hesta. Viljið þér gera svo vel að
hengja upp nýjan flugnaveiðara, ung-
frú Sörensen. Hvar ej- Fodevig?"
„Fodevig er ekki kominn“, svaraði
bókarinn.
„Ekki kominn, og klukkan orðiíi
tíu“, sagði Bose og leit á gullúrið sitt.
„Hafið mín ráð, Frandsen, ef þér
verðið einhvern tíma vinnuveitandi:
Látið ekki ættingja yðar vinna hjá
yður. Það leiðir aðeins til vandræða.
Viljið þér hringja til Fodevig. Nei
annars, ég geri það sjálfur".
Bose forstjóri greip heyrnartólið,
en í sama bili kom Fodevig.
Hann var miðaldra maður. Andlits-
drættirriir voru slappir og yfirskegg-
ið vanhirt. Bose tók enn gullúrið upp
úr vasa sínum. Fodevig var kvæntur
Louise, systur Bose. Hann hafði ver-
ið liðsforingi og eitt sinn átt verzlun.
Nú var hann rekald, sem hafði skol-
að að landi i skrifstofu mágs síns.
„Klukkan er orðin tíu, Emil“, sagði
Bose. „Þú átt að vera hér klukkan
níu“.
„Louse var ekki vel hress i morg-
un. Þess vegna varð ég heldur seinn“,
sagði Fodevig. Bose leit ásakandi á
hann, en sagði ekki neitt. Hann vissi
að Louse var stálhraust. En það var
víst hyggilegast að láta ekki á neinu
bera, þvi í dag ætlaði Bose að leiða
til lykta ágreininginn um grafreitinn.
Ilann opnaði dyrnar að einkaskrif-
skrifstofu sinni og bauð Fodevig inn.
„Fáðu þér sæti, mágur“, sagð:
hann. „Má ég bjóða þér glas af port-
víni ?“ Flaska og glös eru þarna í
skápnum. Þú gefur mér hálft glas um
leið“.
Fodevig fann flösku og glös. Ilann
skenkti þeim báðum og Bose skálaði
hjartanlega við hann.
8
ÚTVARPSTÍÐINDT