Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 9
„Ég vona, að Louse sé ekki alvar- lega veik“, sagði hann. „Við erum farin að eldast og aldurinn minnir okkur á það, að sú stund nálgist, þeg- ar við hljótum að leggjast til hinztu hvíldar. Það get ég sagt þér, Fode- vig, að mér sárnar, að þú kernur al- drei fyrr en þagnarstundin er liðin“. „Ég er ekki trúmaður“, sagði Fode- vig. „llvað segii-ðu um það, að verzlun- in hefir tekið miklum fra'mförum, síð- an við byrjuðum fimm mínútna þögn- ina okkar? Konan mín viðurkennir líka, að ég hafi sjálfur orðið betri maður, síðan ég fór að halda liöfuð- reglurnar fjórar. Þú mátt ekki reið- ast, þó að ég segi, að þú mundir leggja niður lesti þína, ef þú fylgdir dænri okkar. Ég, sem alltaf krefst reglusemi af starfsmönnum mínum, hef látið það gott heita, að þú feng- ir þér í staupinu". „Ég hef sykursýki, og læknirinn hefur ráðlagt mér áfengi“, sagði Fodevig og sat hreyfingarlaus í stóln- um. „Varla svona mikið, kæri Emil. Ég segi þetta aðeins þín vegna. Dæmið ckki, stendur skrifað. Það var reynd- ar annað, sem ég ætlaði að tala um við þig. Ég hef áður minnzt á fjöl- skyldugrafreitinn. Við Louise eigum að sjá um hann í félagi. En árum sam- an hef ég borið allart kostnað af því. Skiljið þið þá ekki, að það er sann- gjarnt, að ég fái einkarétt á graf- reitnum ?“ „Mér er víst sama, hvar ég ligg, en Louse er annt um þennan grafreit. Það verður henni víst ekki léttbært, að láta hann af hendi“. „Okkur Louse semur ekki“, sagði Bose, „þess vegna vil ég heldur, að þú komir vitinu fyrir hana. Þú, senf þekkir viðskiptalífið, skilur það vel, að ég, sem er elztur barnanna, hef forréttindi á grafreitnum. Það er eins og um erfðagi’ip væri að ræða. Ég á konu og börn, og það er ekki rúm fyrir marga í grafreitnum. Ég‘ hef það því skriflegt frá Ilaagen bróður mínum, að hann afsali sér grafreitn- um. Væri nú ekki vel til fallið, að þið fengjuð ykkur grafreit í félagi? En ef þið viljið, skal ég kaupa handa ykkur verulega smekklegan blett, þar sem þið getið verið alveg út af fyrir ykkur. Það er reyndar bezt þannig. Þið hafið verið svo samhent í líf- inu“. „Þú getur sjálfur talað um þetta við Louise", svaraði Fodevig og fékk' sér glas í viðbót. „Eg hef reynt það. En það var árangurslaust. Þú veizt, að ég hef alltaf farið eftir þeim orðum ritning- arinnar, að láta ekki vinstri hönd vita, hvað sú hægri gerði. En mér finnst ég hafa breytt rétt gagnvart ykkur hjónunum. Ilver hefur rétt ykkur hjálparhönd? Ilver hljóp und- ir bagga með ykkur, þegar verzlun- in fór í lmndaná? Er það þá til of mikils mælst, þó að ég ætlist til greið- vikni af ykkur?“ „Mér væri líka hjartanlega ?ama“, sagði Fodevig og fékk sér þriðja glas- ið. „En það er Louise* sem ræður“. „Vita skaltu það, að ég mun af- segja það í einu hljóði, að þú verðir grafinn við hlið foreldra minna“, sagði Bose reiðulega. „Þegar ég er dauður, getið þið far- ið með mig eins og ykkur þóknast“, ÚTV ARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.