Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 10
sagði Fodevig og gekk til vinnu sinn- ar. Bose sat kyrr og starði fram und- an sér með vínglasið í hendinni. Hon- um flaug það í hug, að sú stund gæti verið nærri, að Rickhard Bose hyrfi úr þessum heimi. Hjartað var ekki í góðu lagi og hann var of l'eitur. Heimska! Ég er óvenju hraustur og hef lifað af hættulega holskurði. — Fodevig og Lousie fengju makleg málagjöld, ef ég lofaði þeim að enda aldur sinn á ómagahæli. Ég er víst of mildur. Það segir konan mín líka. Og hvað sagði ekki prófasturinn, þegar við hittumst í veizlunni hjá Blum sendiherra: „Þér hafið reynzt systur yðar vel“. Frú Fodevig sat við borðið og lagði spil, þegar maður hennar kom heim. Hún var mögur, og það var eins og henni væri alltaf kalt. „Var nokkuð á seyði í dag?“ spurði hún. „Ilann var enn að tala um grafreit- inn. Ég vísaði honum til þín“. Frúin hló hörkulega: „Já, láttu hann koma. Hann stærir sig af því, hvar sem hann kemur, að hann hafi reynzt okkur vel. Hjálpaði hann okk- . ur, þegar verzlunin varð gjaldþrota? Studdi hann þig til að byrja að nýju? Nei, hann fékk þér illa launaða skrif- stofuvinnu, — þér, sem hefur verið liðsforingi. Svona hefur hann alltaf verið, síðan hánn var strákur, við- sjáll og slægur. Og nú heimtar hann fjölskyldugrafreitinn, þar sem for- eldrar okkar eru grafnir, handa sér og þessari hefðarkerlingu sinni. V i ð erum ekki nógu fín til að vera þar. En ég æ 11 a að láta grafa mig þar. Þá verð ég nærstödd á dóms- degi, þegar jafnaðir verða reikning- arnir“. „Vertu róleg, Louise mín. Það er m é r, sem er ofaukið“. „Einmitt það“, sagði frú Fodevig og horfði rannsakandi á mann sinn. Þess verður nú ekki Iangt að bíða, hugsaði hún. Læknirinn segir að vísu ekkert, en Emil drekkur mikið. Hann er að breyta um yfirlit, svo er hann að leggja af. Frú Fodevig sá í huganum opna gröf í fjölskyldugrafreitnum. Þar stóð hún og bróðir hennar sitt hvoru megin. Þá ætlaði hún að segja við Bose, svo að hann einn heyrði: „Svona fór það. Þú fékkst ekki graf- reitinn handa ykkur hjónunum ein- um. Ég á hann líka. Þarna liggur Emil, og þarna á hann að liggja fram- vegis. Sá hlær bezt, sem síðast hlær“. Hún brosti og hélt áfram að leggja spilin. Ilún veitti því enga eftirtekt, að maður hennar var ekki í stofunni. Ilann hafði borðað f jórar brauðsneið- ar, drukkið hvítöl með og farið leið- ar sinnar. Konan hans var að spyrja spilin, hve lengi þ a ð mundi drag- ast. Sjálfur sat hann í veitingahúsi á -næsta götuhorni með kaffibolla fyr- ir framan sig. Stundum kom þjónn- inn og fylti glasið hans. Þar sat Fodevig, fyrrverandi liðs- foringi, ósköp rólegur og hafði enga hugmynd \im, hve litlu það munaði, að búið væri að taka honum gröfina. Oddný Gufimundsdóttir þýddi. Hans Kirk, höfundur sögunnar, er ianskur og hefur getið sér ágætt orð sem skáldsa gnahöfundur. Aðalrit hans eru skáldsögur tvær: Daglaunamennirnir og Sjómenn. Hans Kirk er um fertugt, lög- fræðingur að menntun, mjög vandvirkur höfundur. 10 ÚTVARPSTlÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.