Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 20.10.1941, Blaðsíða 11
Helgi Hjörvar Hjörvar er líka skáldsagnahöfundur Helgi Hjörvar les nýja frumsamda sögu eftir sig sunnudaginn 26. okt. Nefnist sagan „Konungsbrúður". — Eruð þér tekinn til að skrifa skáldsögur á ný? spyrjum vér. — Ekki er svo, að heitið geti. En fyrir nokkrum árum kom mér þetta söguefni í hug og gerði þá drög að henni. En í sumar kom það allt í einu að mér, að ég fullgerði þessa sögu. Þetta verður eins og stutt útvarps- saga í tvennu lagi. — Ætlið þér ekki að gefa söguna út? — Nei, alls ekki að sinni. — En þá eitthvað annað ? Eða haf- ið þér ekki fleira til útgáfu? — Ónei, ekki heldur að sinni. Ég á drög að ýmsu. — Efni þessarar sögu er úr Heims- kringlu ? — Já. Hún er gerð út af atburði, sem Ólafs saga Tryggvasonar segir frá, eftir víg Járnskeggja: „ólafur konungur gerði stefnulag frændum Járnskeggja og bauð þeim bætur, en þar voru til svara margir göfgir menn. Járnskeggi átti dóttur, er Guðrún er nefnd: ,kom það að lykt- um í sáttmál þeirra, að Ólafur kon- ungur skyldi fá Guðrúnar. En er brullaupsstefna sú kom, þá gengu þau í eina rekkju, Ólafur konungur og Guðrún. En hina fyrstu nótt, er þau lágu bæði samt, þegar konungur var sofnaður, þá brá hún knífi og vildi leggja á honum. En er konungur varð þessa var, tók hann knífinn frá henni og stóð upp úr hvílunni og gekk til manna sinna og segir, hvað orðið hafði. Tók Guðrún þá og klæði sín og allir þeir menn, er henni höfðu þang- að fylgt. Fóru þau í brott leið sína, og kom Guðrún ekki síðan í sama rekkju Ólafi konungi". Út af þessu efni er sagan gerð. — Þetta er þá ástarsaga? — Já, að vísu fyrst og fremst; öllu þó heldur bæði ást og pólitík. En aðdragandinn að brúðkaupsnóttinni er sá, sem í Heimskringlu segir glöggt frá, að Járnskeggi er höfðingi Þrænda í mótstöðunni gegn kristni- boði Ólafs, og beygir konung með forystu sinni og lýðfylgi. En Ólafur svíkur hann, og lætur myrða Jái’n- skeggja í hofsgriðum, en eftir það brýtur hann mótstöðuna niður. 'Frændur Erlings Skjálgssonar höfðu litlu áður gert Ólafi Tryggva- syni þann kost, að hann gæfi Erlingi Ástríði systur sína, og skyldu þeir þá fylgja honum. Engin ástæða er til að ætla, að Ólafur konungur hafi verið mjög fús á mægðir við blótmenn Þrænda, og ég hef lagt þann skiln- ing í frásögn Heimskringlu, að allt annað hafi valdið skilnaði þeirra kon- ÚTV ARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.