Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 11

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 11
ÚTVAKPSTlÐINDI 275 um sem stendur fjögur upptökutæki af ágætri gerð, eins og ég hef sagt áður. Með þeim er ýmislegt tekið á lakkplötur: erindi, ræður, lýsingar á atburðum og fleira. En við getum að- eins tekið upp á lakkplöturnar. Þess- ar plötur getum við notað hér í út- varpssalnum, en þær eru of háðar ellinni til þess að hægt sé að setja þær á söfn og geyma um langan ald- ur sem sögulega og menningarlega heimild. Hingað til hefur það verið álitið, að upptaka á varanlegar plötur yrði að vera undirbúin með upptöku á svonefndar vaxplötur, en þær eru vand-með-farnar, þungar í meðförum og dýrar, og auk þess kom í ljós, að þær væru mjög vandfengnar í Eng- landi. — Svíar virðast hins vegar hafa náð mjög góðum árangri með að taka beint af lakkplötum. Um hæfni Englendinga í því efni get ég hins vegar ekkert sagt að svo stöddu, þar sem mér hefur enn ekki borizt svar frá þeim. Árangurinn af þessum athugunum mínum og málaleitunum vii’ðist vera sá, að við getum tekið upp hér í út- varpssalnum raddir manna, lýsingar á atburðum og tónlist, og látið gera eftir þeim varanlegar plötur, a. m. k. eins góðar. Og ég hygg, að kostnað- urinn sé ekki tilfinnanlegur“. — En stálþráðurinn margumtal- aði? „Já, lýsingar á atburðum, sem teknar eru á stálþráð, er hægt að taka upp á lakkplötur og síðan á varanlegar plötur“. — Eigum við ekki dálítið safn nú þegar ? „Jú, en það nær að sjálfsögðu mjög skammt til fortíðarinnar. Undanfarið hefur verið athugað safn okkar, en þeirri athugun er ekki lokið enn. Við eigum raddir ýmsra manna Kristj- áns konungs frá 1947 og Staunings forsætisráðherra frá sama tíma, JáU varðar Bretakonungs, er hann afsal- aði sér konungdómi, Churchills frá 1941, en þetta eru allt erlendir menn. Við eigum raddir fjölda margra stj órnmálamanna okkar, rithöfunda og skálda. Meðal þeirra eru Einar H. Kvaran, Guðmundur Friðjónsson, Magnús Iíelgason skólastjóri, Þor- steinn Gíslason, Indriði Einarsson, Unnur Bjarklind, Sigvaldi Kaldalóns. Af atburðum eigum við m. a. lýs- ingar og ræður manna á lýðveldis- hátíðinni 1944. Nú verður hafizt handa um upp- töku á röddum kunnra manna með þjóðinni, og jafnframt verður unnið að því að bjarga því frá eyðingu, sem við eigum frá liðnum árum. — Nán- ari ákvarðanir um safnið í heild hafa hins vegar ekki verið teknar enn. Hér er aðeins um undirbúning að ræða, en mér er óhætt að fullyrða, að engin vandkvæði eru á því að koma þessu fram með viðráðanlegum kostnaði.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.