Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Page 15
OTVARPSTIÐINDI
279
strax að spyrja, hvort Álfur væri
kominn. Þá skildu menn hvers kvns
var. Hún sat alla nóttina á sama
bekknum og dansaði ekki neitt. Svo
fór hún heim. Enginn sá nein geð-
brigði á henni. En eftir þetta fór
hún að sækja hverja skemmtun í
nágrenninu. Fyrst í stað spurði hún
alltaf eftir Álfi, svo hætti hún því,
sat bara og horfði á fólkið, sljóum
augum.
Árin liðu. Foreldrar hennar dóu,
og þá fór hún að flakka um sveitina,
var nokkurn tíma á hverjum bæ.
Hún var vel verki farin og vann við
heimilisstörf á þeim bæjum., þar sem
hún dvaldi í hvert skipti, svo það
var ekkert amazt við henni. Hún
hafði fengið dálítinn arf, og notaði
hann eingöngu til þess að kaupa föt
og ýmsa skartgripi.
Skemmtanir sótti hún, hvar sem
hún frétti til þeirra í nágrenninu. En
svo hætti hún að láta sér nægja að
sitja og horfa á. Hún vildi taka þátt
í glaðværðinni sjálf. En það var orð-
ið of seint.
Ungu piltarnir komu sér hjá því
að dansa við hana, eftir því sem þeir
gátu, en því fastar sótti hún á.
Það var eins og hún hefði ekki
orðið þess vör, að æskan var horfin
frá henni, og aldrei vildi hún dansa
við aðra en unga menn.
Eldri mennirnir, sem alizt höfðu
upp með henni, buðu henni stundum
í dans. Hún þáði það, en með þótta-
fullu lítillæti. Þess varð í engu vart,
að hún kannaðist við þá, sem gamla
félaga.
Þetta er nú sagan af henni Siggu
gömlu“.
Ég þakkaði frænku minni söguna
og kaffið, og fór út að sinna hey-
verkum. En ég gat ekki að því gert,
að hugurinn hvarflaði til Siggu, og
ég sá hana, þar sem hún gekk að
auðum bekknum um nóttina, lítil
og lotin.
En þessi áhrif hurfu brátt fyrir
öðrum nýjum og skemmtilegri.
Það réðist svo, að ég yrði um vet-
urinn hjá frænku minni.
Mér líkaði vel í sveitinni, og prest-
urinn ætlaði að hressa svolítið upp
á lærdóm minn, áður en ég héldi
lengra á menntabrautinni.
Milli jóla og nýárs var aftur hald-
inn dansleikur í ungmennafélagshús-
inu. Ég fór að sjálfsögðu þangað,
ekki veitti af að hrista af sér bóka-
rykið, sem farið var að hlaðast á
mig.
Nokkru eftir að dansinn byrjaði
kom Sigga. Hún hafði orðið heldur
sein fyrir. Færð var ekki góð, og
hún var gangandi. Það var hún allt-
af. — Það var gáski í mér. Dísa á
Hóli hafði verið óvenjulega ástúðleg
við mig, og ég sveif á rósrauðum
skýjum vonarinnar.
„Heyrið þið, strákar", sagði ég við
Steina, og nokkra fleiri, sem hjá okk-
ur stóðu. „Eigum við að reyna það,
hvort Sigga gamla klárar sig af því
að dansa í alla nótt?“
Þeim fannst þetta prýðileg hug-
mynd, og fyrirtækið var strax skipu-
lagt. Hver átti að taka við af öðr-
um, eftir stafrófsröð. Steini var
íyrstur, liann hét Aðalsteinn, og ég
var annar. Og svo byrjuðum við.
Um leið og hver lauk sínum dansi,
tók sá næsti við. Stundum þeyttum
við lienni helzt til ákaflega um gólf-
ið, en hún virtist taka því með mestu
ánægju. Þegar fyrstu umferðinni var
að verða lokið, náði ég í Dísu á Hóli.