Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 24
288 ÚTVARPSTÍÐINDI í&asSqqSh STRANGUR PÖNTUNARUSTI. Fyrir fjölda mörgum árum var vinnu- flokkur við áveitugerð fyrir Gopeland uppi í Kjós. Bátur kom frá Reykjavík vikulega og lagðist þar að sem næst var verkamannaflokknum, en þeir sendu þá lista yfir þær nauðsynjar, sem þá van- hagaði um, og kom báturinn með vörurn- ar næst þegar hann kom. Einn verka- mannanna, H. G., séndi eitt sinn eftirfar- andi pöntunarlista, vakti hann kátínu og lifði á vörum verkamanna og bátverja lengi upp frá því. Uistinn var á þessa ieið: „Ég panta sóda og sápu, saltkjöt og rúgbrauð mörg, klofliá stígvél og kápu, kaffi og allskyns björg, rauðmaga, reglustikur, rúsínur, margarín, kringlur, kex og sykur, kvenfólk og hrennivín. Fá vil ég líka f'rakka, flibba, lykil og skrá, geltinn og röskan rakka, þvi reka þarf ég frá, skóflu, pál, skæri, brýni, skrúfhamar, töng og þjöl, tóbak í munn og trýni, tertur og haframjöl. Svo þarf ég salt og rengi, silung og prjónabol, hespu, lás, hurð og kengi, hálfbaunir, grjón og kol, fáeina harða fiska, fingravettlinga og nál, skeiðar og djúpa diska, drífholt og matarskál. Grjótklöppu, grútarlampa, griffil og reikningsspjald, sódapúlver og svainpa, sjálfskeiðung, lnifu, tjald, sög, (ixi, hamar, hefil, hárgreiðu, vagn og plóg, stonnjakka og stóran trefil, strákúst og leðurskó. Flesk þarf og flautaþyril, fílunga, skyr og mjólk, bnapplieldur, snæri, sneril, snældu, kopp, orl' og hólk, kartöflur, krítarmola, kynbótahrút og á, hest, meri, belju, bola, brauðhníf og sláttuljá. Kins þarf ég pott og pönnu, prímus, skilvindu, strokk, ketil, skörung og könnu, klifbcra og spólurokk, torfljá og þverbakstösku, trog, ausu, kjöt og lax, fernisolíu á flösku, og fá vil ég dótið strax. KÆSISVAKA. Ólafur ólafsson frá Eyri orti kvæði um konu og nefndi Kæsisvöku. l»essi vísa er i kvæðinu: Lítið er lunga í lóuþrælsunga, þó er enn minna, mannvitið kvinna. SÖNGMAÐUR. I’etta var rætt eitt sinn um söngmann: — Hann söng dásamlega. Söngurinn kom frá hjartanu. — Já, en það var bara leiðinlegt, að hann skyldi endilega þurfa að koma út um nefið. FEKK OF MIKIÐ. — Hefurðu nú verið að flækjast úti í alla nótt, óskar? — Nei, ég flæktist ekkert. Ég hef legið kyrr alla nóttiná undir borðinu í kránni.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.