Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTIÐINDI 288 Skáldsagan, sem vakið hefur miklar umræður meðal uppeldisfræðinga og barnasálarfræðinga: Sagan af Frans Rottu eftir hollenzka skáldið PIET BAKKER, er að koma út í þýðingu Villijálms S. Vilhjálmssonar. Þetta er skáldsaga um dreng, um börn og viðhorf þeirra, skrifuð fyrir fullorðna. Hún tekur til meðferðar afstöðu barnsins til heims- ins, lífsins í kringum það og þess eigin hugmyndaheim. — En hún fjallar líka um afstöðu hinna fullorðnu til barnsins, sýnir misskiln- ing uppalendanna, sem stundum leiðir til milcillar óhamingju og vandræða. — Sagan er skrifuð af barnavini, mannvini, sem hefur til að bera mikla þekkingu og djúpt innsæi í sálarlíf barnanna. — Piet Bakker var upphaflega kennari, síðan blaðamaður, og nú einn af kunnustu skáldum Hollendinga. Þeir Islendingar, sem hafa lesið þessa bók, ljúka allir upp einum munni um það, að hún sé frábær. — Hún á mikið erindi til okkar, einmitt nú. Lesið söguna um FRANS IIOTTU — og hann mun verða umtals- efni ykkar á næstu mánuðum. Skrifið eftir þessari ágætu skáldsögu og ykkur mun verða send hún samstundis. HELGAFELL Garðastræti 17 — Reykjavík.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.