Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI
281
hliðinni á mér. Hann titraði ögn. Það
var víst satt, hún var þreytt.
Það var fremur stutt leið að prests-
setrinu. Við gengum í hægðum okk-
ar, mösuðum og hlógum.
En Sigga sagði ekki neitt. í þetta
skipti dvaldi hún á bæ, nokkru fram-
ar í sveitinni. Við buðum henni að
vera á prestssetrinu um nóttina, en
það vildi hún ekki. Við létum hana
ráða. Það var heldur ekkert að veðri,
að vísu nokkurt frost, en þetta var
greiðfær og auðrötuð leið.
„Þakka þér fyrir“, sagði hún um
leið og hún kvaddi mig, „og vonandi
látum við okkur ekki vanta á næstu
skemmtun“.
Ég staldraði ögn við á hlaðinu og
horfði á eftir henni, þar sem hún
tifaði fram snæþaktan melinn, lítil
og umkomulaus.
Hún virtist renna saman við dríf-
una, og myrka vetrarnóttina, unz
hún hvarf að fullu.
Ég fór inn og háttaði. Brot úr
danslögum næturinnar ómuðu fyrir
eyrum mér, og ég hugsaði um Dísu
á Hóli. Svo sofnaði ég.
Frænka mín vakti mig morguninn
eftir.
„Þá hefur nú Sigga gamla loksins
fengið friðinn“, sagði hún.
„Hvað meinarðu? Er hún dáin?“
„Já, hún varð úti í nótt“.
„En var ekki bezta veður?“
„Jú, en hún hefur víst verið þreytt.
Hún liafði setzt niður undir steini
hérna frammi á melunum, og sofnað.
Þar fundu piltarnir hana í morgun.
Hún liggur hérna frammi í fremstu
stofunni“.
Mér brá ónotalega við í fyrstu. Ég
klæddi mig, en. það var einhver órói í
mér. Mér fannst, að ég yrði endilega
Happdrœtti
Háskóla
Islands
Dregið verður í 7. flokki 10.
júlí. — 500 vinningar og tveir
aukavinningar.
Vinningaupphæðin er kr. 166
þúsund.
Dragið ekki að endurnýja.
Happadrætti
Háskóla íslands