Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Síða 9
STARFSMANNABLAÐ
REYKJAVIKUR
ÚTGEFANDI:
STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBÆJAR
1. árg. JÚLÍ 1938 1. tbl.
B L AÐIÐ
Blaðið er knúið fram af nauðsyn.
I>að er staðreynd, að Starfsmannafélag
Reykjavíkur er orðið svo fjölmennt og hefur
svo mikiila hagsmuna að gæta fyrir liönd fé-
laga sinna, að fundaliöld ein og kafl'isamkom-
ur fuilnægja ekki félagslífinu. Nauðsynin á
nýju tengiafli innan félagsins hefur hruudið
biaðinu fram. I>egar hér við bætist reynsla
undanfarinna mánuða, að lausn eins allra
brýnasta velferðarmáls starfsmanna bæjarins
hefur dregizt óhæfilega á langinn, þrátt fyrir
allar fundarsamþykktir, yfirlýsingar og nefnd-
ir, þá verður að álíta, að félagið ráði eklti út
á við yfir þeim vopnum, sem duga í marg-
vislegri liaráttu þess fyrir hagsmunum bæjar-
starfsmannanna, eða nái á áhrlfaríkan hátt
eyrum alls almennings.
Slíkt vopn og slíkur ræðustóll er blaðið.
Blað er alltaf vopn. En það fer eftir því
hvernig á því er haldið, hvort það dugar eða
ekki. Það er von vor, að Starfsmannablað
Reykjavíkur, sem nú hefur göngu sína, megi
koma starfsmönnum þessa bæjar að góðu
gagni, og það gerir það, ef því er stýrt af
fullri einurð, með sanngirni og skynsemi. Inn
á við mun þá blaðið vekja samhug starfs-
manua í ólikum starfsflokkum og hvetja þá
til sameiginlegra átaka, en út á við á blaðið
að skýra afstöðu starfsmanna bæjarins til
starfs og hagsmunamálefna.
Fróðleik og skemmtilestur mun blaðið að
sjálfsögðu flytja eftir því sem rúm og timi
leyfir, en alveg sérstaklega má vænta þess,
að bæjarfélaginu sem sliku muni fljóta gott
eitt af blaðinu, þar sem það mun mjög svo
láta bæjarmálefnin til sín taka, en þeim eru
engir mcnn kunuugri af reynd cn starfsmcnn
bæjarins sjálfs.
i.arus sigurbjörnsson.
JÓHANN G. MÖLLER.
AGUSX JÓSEFSSON.