Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Page 13

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Page 13
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 5 mannafélagsins, og þar sem fyrirsjáan- legt var að það myndi taka nokkurn tíma áður hann lyki störfum og endan- legar tillögur lægi fyrir frá hans hendi, en dýrtíðin tók nú að sverfa að starfs- mönnum í flestum launaflokkum, var samþykkt á stjórnarfundi 12. ágúst 1937 að senda bæjarstjórn eftirfarandi áskorun: „Starfsmannafélag Reykjavíkur- bæjar fer hér með fram á, að hátt- virt bæjarstjórn Reykjavikurbæjar, greiði öllum fastlaunuðum starfs- mönnum bæjarins og stofnana hans 10% uppbót á heildarlaun (föst laun og dýrtíðaruppbót) fyrir yfirstandandi ár, frá 1. jan. 1937 eða til vara 15% uppbót á heildar- launin samkvæmt áður rituðu, frá 1. júlí 1937 að telja. Eins og hátt- virtri bæjarstjórn er kunnugt um, hefur dýrtíð farið ört vaxandi und- anfarið, en flestir starfsmenn bæj- arins enga uppbót fengið á launin, en þorri annara vinnandi stétta er þegar búinn að fá hækkuð laun sín. Væntum vér þess fastlega, að hátt- virt bæjarstjórn taki þetta mál hið fyrsta til meðferðar og sjái sér fært að verða við beiðninni." Svar við þessari málaleitun fékk St. R. aldrei, en kröfurnar um endurskoð- un launasamþykktarinnar voru orðnar svo háværar, að seint á haustinu, eða 18. nóv. 1937 kaus loks bæjarstjórn þrjá menn í nefnd til þess að gera tillögur um breytta launaskipan fyrir starfs- menn bæjarins. Stjórn St. R. brá skjótt við, kaus úr sínum flokki 3 menn og fór fram á að þeir fengi aðstöðu til sam- vinnu við launanefnd bæjarstjórnar. Á bæjarstjórnarfundinum bar einn bæjar- fulltrúa, hr. Ragnar Lárusson, sem einnig var félagi í St. R., brigður á, að stjórn félagsins hefði rétt til að tilnefna nefnd án fundarsamþykkis, og varð þetta atriði til þess, að launamálið var sett á dagskrá á fjölmennum fundi í St. R. 23. nóv. 1937. Nokkur hiti var í fundarmönnum, þar sem þeim fannst lítið ávinnast í launamálinu og linlega haldið á kröfum á hendur bæjarstjórn- inni. Hinsvegar þótti sýnt, að þar sem bæjarstjórnarkosningarnar stóðu fyrir dyrum og bæjarstjórn þegar búin að kjósa nefnd í málið, myndi áherzla verða lögð á að fá einhverja lausn sem skjótast. Fyrir fundinum lágu tillögur hr. Árna Björnssonar, voru þær síðar fjölritaðar og sendar félagsmönnum skv. fundarsamþykkt, svo óþarfi er að gera þær að umræðuefni hér, en heild- arniðurstöður sínar orðar hann svo: 1. Að meðallaun hjá ríkinu eru hærri en meðallaun hjá bænum fyrir 7 starfs- flokka af 9, þannig að meðallaun hjá ríkinu liggja frá 5% til þvínær 70% yfir meðallaun hjá bænum. 2. Að meðallaun hjá stærri einka- stofnunum í Reykajvík eru hjá 4 starfs- flokkum af 8 hærri en meðallaun hjá bænum, og nemur mismunurinn frá 7 til 20%. 3. Að hæztu laun hjá ríkinu liggja allsstaðar yfir hæstu launum hjá bæn- um, þannig að hæstu laun hjá ríkinu eru frá 18% og til 100% yfir hæstu launum hjá bænum. 4. Að hæstu laun hjá stærri einka- fyrirtækjum í Reykjavík liggja yfir hæstu launum hjá bænum hjá 6 af 8 starfsflokkum, þannig að hæstu laun hjá einkafyrirtækjum liggja frá 25% til 92% yfir hæstu launum hjá bænum.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.