Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Side 15
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
7
„Fundur Starfsmannafélags
Reykjavíkurbæjar 22. des. 1937
skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur
að ganga sem fyrst frá nýrri launa-
skipun fyrir starfsmenn bæjarins í
öllum starfsgreinum, sem feli í sér
samræmingu starfslauna og hækk-
un launa með tilliti til verðlags-
breytinga og dýrtíðar á hverjum
tíma, og veiti nú þegar nauðsyn-
legt fé á fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir næsta ár, í samræmi við til-
lögur launanefndar Starfsmanna-
félagsins, enda gangi launabreyt-
ingarnar í gildi frá 1. jan. 1938 að
telja.“
Var áskorun þessi samþykkt með öll-
um atkvæðum fundarmanna.
Árangur þessarar áskorunar var sá,
að launanefndir beggja aðila héldu einn
fund sameiginlega. Með þeim fundi var
fengin viðurkenning bæjarstjórnar á
aðild Starfsmannafélagsins, ef hún
var ekki áður fyrir hendi, en fundar-
haldið leiddi ekki annað í ljós, en að
gjörsamlega mátti vonlaust telja, að
nokkur uppbót fengist vegna dýrtíðar
á árinu 1937. Hinsvegar voru menn
ásáttir um nauðsyn endurskoðunar
launasamþykktarinnar frá 1919 og hef-
ur bæjarstjórnarnefndin síðan verið
endurkjörin eftir bæjarstjórnarkosning-
arnar í janúar og hefur hún unnið að
málinu, án þess þó að launanefnd St. R.
hafi haft nokkurn aðgang að því að
fylgjast með í því, hvað liði tillögum
hennar, eða hvort þær væru nokkuð í
samræmi við tillögur Starfsmannafé-
lagsins, að öðru leyti en því, að form.
launanefndar bæjarstjórnar hefur í við-
tali við form. launanefndar St. R. lýst
því yfir, að meirihluti nefndarinnar hafi
gengið frá tillögum um launamálið, sem
væri verið að ræða í bæjarstjórnarnefnd-
inni og yrðu þær, eftir þær umræður og
breytingar, er þar kynnu að koma fram,
síðan lagðar fyrir sem umræðugrund-
völlur í báðum nefndum. Hefir launa-
nefnd St. R. tekið þann kost, að bíða
aðgerða í þessu efni, þar sem nefndar-
álit bæjarstjórnarnefndar muni gera
málið auðunnara, sérstaklega þar sem
frá hálfu launanefndar St.R. liggur fyr-
ir skýrsla hagfræðings, sem áður getur.
Vegna þess að launanefnd St. R. hélt
því ákveðið fram, að nauðsynleg væri
fjárveiting á fjárhagsáætlun bæjarins
1938, ef launabætur ættu að fást á því
ári, en bæjarstjórn sá sér ekki fært að
veita fé í þessu skyni á f járhagsáætlun-
arfundi, þar sem áskorun St. R. lá fyr-
ir, kom fram sú yfirlýsing frá einum
af fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar,
hr. Bjarna Benediktssyni, að launa-
hækkunin gæti náð fram að ganga, þó
ekki væri fjárveiting fyrir henni sér-
staklega. Þó þessi yfirlýsing væri engin
fullnægjandi trygging fyrir viðunandi
launahækkunum vegna dýrtíðar, leit
launanefnd St. R. svo á, að ekki yrði
aðhafst meira í bili, fyrr en tillögur
launanefndar bæjarstjórnar lægju fyrir.
En þar sem það hefir sífellt dregizt á
langinn, að þær kæmu fram, og engir
sameiginlegir fundir launanefnda hafa
verið heldnir, hefur óþolinmæði manna
vaxið og til að herða á aðgjörðum, voru
kosnir varamenn í launanefnd St. R.,
þeir hr. Magnús V. Jóhannesson og hr.
Sverrir Samúelsson, á fundi félagsins
20. marz s. l.Þrátt fyrir þá lofsverðu
ráðstöfun, hefur hvorki gengið né rek-
ið, og það er sannast að segja, að blað
það, sem nú sér dagsins ljós, á tilveru
sína nokkuð að þakka seinagangi launa-