Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 23

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Blaðsíða 23
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 15 samlegum samningum við borgarstjóra og bæjarstjórn, og vonandi fylgir sú gifta félaginu í framtíðinní. Eitt af aðalmálum félagsins fyrstu árin var eftirlaunamálið. Frumvarp til reglugjörðar var samið og erindi send borgarstjóra, en viðunandi lausn á mál- inu fékkst ekki, því bæjarstjórn treysti sér ekki þá til að leggja fram svo stóra fjárfúlgu sem stofnfé, er nauðsynleg var talin fyrir eftirlaunasjóð. Knud Zimsen borgarstjóri var því mjög hlynt- ur, að stofnaður yrði eftirlaunasjóður og eftirlaun greidd eftir föstum reglum, og ræddum við á þessum árum oft um þetta. Á árinu 1929 gerði hann mér orð um að finna sig, og var þá erindið að skýra mér frá því, að nú hefði hann fundið leið til þess að leysa þetta vanda- mál á þann hátt, sem öllum mundi vel líka. Sagði hann að bærinn ætti í fór- um sínum sjóð nokkuð stórann, sem kallaður var Slysatryggingarsjóður, og var þá orðinn um 38 þús. kr., sem smátt og smátt hefðu safnazt fyrir. Sagðist hann ætla að semja frumvarp að reglu- gjörð fyrir Eftirlaunasjóð og gera til- lögu til bæjarstjórnar um að nota áður- nefdan sjóð sem stofnfé. Árlegar tekjur sjóðsins yrðu svo árgjöld úr bæjarsjóði og frá stofnunum bæjarins, rafmagns- veitunni, gasstöðinni og höfninni, svo og vextir af höfuðstól. Eins og kunnugt er var þessi tillaga Kn. Zimsens samþykkt af bæjarstjórn- inni, og reglugjörð sjóðsins gekk í gildi 1. jan. 1930. Reglugjörð þessi er að einu leyti merkileg, auk allra sinna ágætu ákvæða, og er það fyrirsögn hennar, því hún heitir: Reglugjörð fyrir eftir- launasjóð Reykjavíkurborgar. Er það fyrsta prentaða plaggið frá bæjar- stjórninni, þar sem Reykjavík er nefnd t Jónas Jónasson f. lögregluþjónn lést að heimili sínu hér í bæ 17. þ. m. Jónas Jónasson var fædd- ur að Krossholti í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 26. okt. 1855. Hann fiuttist til Reykjavíkur 1883 og varð lögregluþjónn skömmu eftir aldamót, en haustið 1929 lét hann af því starfi, sem hann hafði þjónað í full 25 ár. borg. í reglugjörðinni er ákveðið að Starfsmannafélagið kjósi 2 af 5 stjórn- endum sjóðsins, og hefir félagið þannig fengið um þetta fulla viðurkenningu bæjarstjórnarinnar til samstarfs um hagsmunamál félagsmanna. Vonandi tekst félaginu innan skamms að koma á fullkomnu samstarfi við bæj- arstjórn um önnur hagsmunamál, sem báðir aðilar megi vel við una, og mætti þá segja, að ekki hefði verið til einskis hafizt handa um stofnun félagsins af þeim mönnum, sem í byrjun gengust fyrir að koma því á laggirnar. Annað aðalmál, sem félagið hefir beitt sér fyrir, er sumarfrí starfsmanna, og hefir einnig á því fengizt lausn með samþykkt bæjarstjórnar á reglum þar að lútandi, sem allir telja vel við unandi, svo langt sem þær ná. Um launamálið og afskifti félagsins af því, mætti margt segja, en það verð- ur að bíða betri tíma. Ég geri ráð fyrir, að frásögnin um undirbúninginn að stofnun félagsins þyki nokkuð sundurlaus, en þar sem engin skrif liggja fyrir og treysta verð- ur eingöngu á minni, er ekki ólíklegt, að ýmsar viðbótar upplýsingar fáist síð- ar frá mönnum, sem við hann voru riðnir. Ágúst Jósefsson.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.