Bankablaðið - 01.07.1962, Side 11
Úr afmœlishófinu;
m. a.: Hannes
Adólf og Bjarni.
Þakkaði hann sænskum bankamönnum
góða forystu í hagsmunamálum nor-
rænna bankamanna og árnaði afmælis-
barninu heilla.
Eins og fyrr segir voru margar afmæl-
isræður fluttar, en mesta athygli vakti
ræða, sem einn af frumherjum samtak-
anna og forystumaður um áratjil, Viktor
von Zeipels, flutti. Þessi virðulegi, grá-
hærði öldungur, sem er áttatíu og fimm
ára gamall, flutti langa ræðu blaðalaust,
þar sem liann brá upp ýmsum skyndi-
myndum liðins tima. Ræðan var fjörlega
flutt og myndu fáir leika eftir, þótt yngri
væru. Ræðumaður var hylltur geysilega
og var hann maður kvöldsins í eiginleg-
um skilningi.
Að loknum ræðuhöldum var dans stig-
inn fram til klukkan eitt, en samkomu-
gestir munu hafa verið um fimm hundr-
uð
Þess má að lokum geta, að við nutum
frábærrar gestrisni forystumanna sænskra
bankamanna þessa daga, sem við dvöld-
um í Stokkhólmi. Fórum við víða um
borgina og skoðuðum banka og aðra
merka staði undir leiðsögn pol. mag. Bo
Hygrell. Var ferð þessi hin ánægjuleg-
asta og mun verða minnisstæð.
íslenzkir bankamenn samfagna afmæl-
isbarninu og árna sænskum bankamönn-
um lteilla.
BGM
AJþjóðasuniarslíóImn
í Mosltvu
Hinn árlegi Alþjóðasumarskóli banka-
manna var að þessu sinni haldinn í
Moskvu í júnímánuði s.l. Samband ís-
lenzkra bankamanna var boðið að senda
tvo fulltrúa á skólann og var ákveðið, að
þeir Björn Tryggvason, skrifstofustjóri
Seðlabankans og Þorsteinn Friðriksson,
aðalfulltrúi í gjaldeyrisdeild Útvegsbank-
ans færu til Moskvu.
BANKABLAÐIÐ 9