Bankablaðið - 01.07.1962, Side 20

Bankablaðið - 01.07.1962, Side 20
ræðufundur um þessi mál væri kallaður saman, þar sem fulltrúar bankanna og S.I.B. ræddu málin. Fundurinn var haldinn í aprílmánuði s.l. Voru þar lagðir fram nokkrir punktar um þessi mál sem við- ræðugrundvöllur, og farið fram á að samn- ingsréttur bankamanna væri viðurkenndur. F’orráðamenn bankanna tóku málinu af skilningi og töldu ekkert því til fyrirstöðu að viðræður um launamál væru teknar upp á þeim grundvelli, ef samningar tækj- ust ekki, þá myndu málin lögð í gerð, en töldu að bankaráðin þyrftu að fjalla um málin áður en endanleg ákvörðun væri tek- in. Fljótlega kom í ljós, að bankaráðin töldu sig bresta lagaheimild til að veita okkur svipaðan rétt og opinberum starfs- mönnum, þar sem ákvæði i bankalögunum væru skýr og ótvíræð um að bankaráðin skyldu setja reglur um launakjör banka- starfsmanna og gætu því ekki nema með lagabreytingu afsalað sér þeim rétti. Var leitað lögskýringa til lagaprófessora við Háskóla Islands og töldu þeir útilokað að veita okkur sama rétt og opinberum starfsmönnum er ákveðin í lögunum um samningsréttinn. Þeir telja þó að ekkert mæli á móti því, að ný reglugerð sem bankaráðin samþykktu væri árangur af samningsviðræðum við Samband íslenzkra bankamanna og fulltrúa bankanna. Að fengnum þessum upplýsingum, þá taldi S.Í.B., rétt og sjálfsagt að þrautreyna þá leið til samkomulags, að teknar væru nú þegar upp viðræður uni setningu nýrr- ar launareglugerðar á áðurnefndum grund- velli, án þess að leitað væri til Alþingis um lagaheimild. Það er skoðun sambands- stjórnarinnar að rneiri líkindi séu til hag- kvæmari lausnar þessa máls, að ekki verði leitað út fyrir bankana, þar sem telja má að gerðardómur verði skipaður embættis- mönnum sem ekki eru líklegir til að kveða Anfon Halldórsson sexingur Anton Halldórsson, starfsmaður í Lands- bankanum varð sextugur 31. maí s.l. Það er ekki ætlan mín að skrifa hér ævi- minningu Antons, enda ekki ástæða til, því jreir sem til Jrekkja myndu vart ætla að sex- tíu ár væru að baki. Það hefir margt driíið á dagana hjá af- mælisbarninu svo sem: Námsár í Dan- mörku, matreiðsla á Hótel Borg og Litla- Hrauni, stofníélagi í Matsveina- og veit- ingajrjónafélaginu og nú síðasta áratuginn a. m. k. starfsmaður í Landsbankanum. Anton er dagfarsprúður í umgengni, ró- lyndur, fastur fyrir, ef á hann er leitað, en sýnir öllum fyllstu sanngirni. Frjálslyndur í skoðunum og gamansamur. Hann er af- burðavinsæll í staríi og hefir unnið starfs- lólki bankans mikið og óeigingjarnt starf, sem yíirmaður og stjórnandi mötuneytis bankans, sem verður seint íullþakkað. Ég árna afmælisbarninu allra heilla og vænta samstarfsmenn hans þess að mega njóta starfskrafta hans sem allra lengst. BGM á um hærri laun og hagkvæmari kjör til lianda bankamönnum, en ríkisstarfsmönn- um. Þá er leiðin til Aljringis opin ef það kemur í ljós, að ekki fáist samstaða um setningu nýrrar launareglugerðar. Fimmtudaginn 18. okt. s.l. var fyrsti íundurinn um kjaramálin. Fundinn sátu fulltrúar allra bankanna og stjórn S.Í.B. Ekki þykir ástæða til að skýra nánar frá umræðum, en á fundinum kom fram ein- dreginn vilji beggja að leysa þessi mál, eins vel og fljótt og ástæður leyfa. 18 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.