Bankablaðið - 01.07.1962, Side 32

Bankablaðið - 01.07.1962, Side 32
Venjulega fara skákmót innan bankanna fram síðari hluta árs, og í síðasta Banka- blaði er sagt frá mótum í Landsbankanum og Búnaðarbankanum í árslok 1960. En ekki hafði árið 1961 fyrir löngu gengið í garð, þegar formleg keppni í skák hófst aftur, með því að Landsbankinn og Bún- aðarbankinn mættust hinn 16. janúar á 12 borðum í samkomusal Landsbankans, sem sigraði með 714 vinningi gegn 4i/2. Hinn 18. janúar hófst firmakeppni Skák- sambands íslands og stóð til 1. marz 1961. Útvegsbankinn sendi eina sveit, en Lands- bankinn og Búnaðarbankinn tvær hvor. Útvegsbankasveitin var sú eina, sem átti þátttökurétt í efsta flokki, A.-flokki. Þar hlutu þeir III. verðlaun, sem er gott í svo sterkum flokki. Ekki verður komizt hjá því að geta frammistöðu hinnar öldnu skák- kempu, Jóhanns Árnasonar, sem keppti á 4. borði sveitarinnar, og náði ágætum árangri við ýmsa þekkta og sterka menn. A-sveit Landsbankans tefldi í B.-flokki, og vann þar I. verðlaun og þátttökurétt- indi í A.-fl. næsta ár. B-sveit bankans keppti í E.-flokki og hafnaði þar í fimmta sæti, en mikil forföll urðu hjá sveitinni vegna veikinda. A-sveit Búnaðarbankans varð þriðja í C.-flokki, en B-sveit bankans vann aftur á móti I. verðlaun í G.-flokki og færist upp í flokkinn fyrir ofan í næstu keppni. Hin árlega skákhátíð, Hreyfilskeppnin, fór fram í apríl. Nú buðu bílstjórar, og var veizla hin bezta á Hlégarði og gest- risni mikil hjá þeim, svo sem alltaf hefir verið. Var ekki laust við, að bankamenn hefðu orð á því, að á þá hallaði í viðskipt- um við Hreyfilsmenn, livað snertir gest- risni. Mjög gott húsnæði var þarna einnig fyrir keppnina sjálfa. Var hún hörð, og lyktaði með sigri bankamanna, sem hlutu 16i/2 vinning gegn l$l/2. Keppt var um bik- ar frá Landsbankanum nú í annað sinn, og hafa bankamenn unnið hann í bæði skiptin. Við þetta tækifæri var Margréti Þórðardóttur úr Búnaðarbankanum færð- ur að gjöf silfurskál frá Landsbankanum í tilefni af því, að þarna keppti hún í fimmta sinn fyrir sambandið og hefir alla tíð verið eini kvenþátttakandinn. Margrét Þórðardóttir (Búnaðarb., III. sv.) tefl- ir við Björgvin Ólafsson (fsl. aðalverktakar, ll.sv.). Bróðir Björgvins, Yngvi Ólafsson,stjórn- arráðsfulltrúi horfir á. Margrét vann. 30 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.